Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 11. maí 2022 23:18
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Steindór: Tómas var bara með þetta
Kvenaboltinn
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis var svekktur eftir 1-0 tap gegn Tindastól í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Bara svekkelsi í sjálfu sér, þetta var náttúrulega bara hörkuleikur og voða 50/50 og hefði getað dottið hvoru megin sem var og datt bara Tindastólsmegin í dag. Ég hefði viljað skapað mér fleiri færi í dag vissulega, þær voru rosalega þéttar fyrir og gerðu okkur svolítið erfitt fyrir að skapa eitthvað fyrir aftan þær."

„Við vorum með svolítið af sendingarfeilum og sérstaklega þegar við vorum að reyna að koma boltanum upp á síðasta þriðjung. Ég hefði viljað sjá bara aðeins meiri gæði frá okkar liði í dag í sjálfu sér."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Helga Guðrún fór tvisvar niður í teignum í leiknum og vildu Fylkismenn fá víti.

„Já sérstaklega hérna í lokin, mér finnst vera farið beint í bakið á henni. Í fyrri hálfleik er brotið á henni í raun fyrir utan teig og ég hefði í rauninni viljað fá af því að hún er komin í gegn og hún er stoppuð og það er togað í hana og við fáum í rauninni ekki færið þannig ég hefði viljað láta færa það út fyrir í sjálfu sér. Samkvæmt fótboltareglunum ef að leikmaður er sloppinn í gegn og það er togað í hann, það er náttúrulega bara rautt spjald en það skiptir þannig lagað séð ekki öllum máli, Tómas var bara með þetta og verð ég ekki bara að treysta því að þetta hafi verið rétt hjá honum," hafði Jón Steindór um þessi atvik að segja.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner