Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 11. maí 2022 23:18
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Steindór: Tómas var bara með þetta
Kvenaboltinn
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis var svekktur eftir 1-0 tap gegn Tindastól í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar.

„Bara svekkelsi í sjálfu sér, þetta var náttúrulega bara hörkuleikur og voða 50/50 og hefði getað dottið hvoru megin sem var og datt bara Tindastólsmegin í dag. Ég hefði viljað skapað mér fleiri færi í dag vissulega, þær voru rosalega þéttar fyrir og gerðu okkur svolítið erfitt fyrir að skapa eitthvað fyrir aftan þær."

„Við vorum með svolítið af sendingarfeilum og sérstaklega þegar við vorum að reyna að koma boltanum upp á síðasta þriðjung. Ég hefði viljað sjá bara aðeins meiri gæði frá okkar liði í dag í sjálfu sér."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Tindastóll

Helga Guðrún fór tvisvar niður í teignum í leiknum og vildu Fylkismenn fá víti.

„Já sérstaklega hérna í lokin, mér finnst vera farið beint í bakið á henni. Í fyrri hálfleik er brotið á henni í raun fyrir utan teig og ég hefði í rauninni viljað fá af því að hún er komin í gegn og hún er stoppuð og það er togað í hana og við fáum í rauninni ekki færið þannig ég hefði viljað láta færa það út fyrir í sjálfu sér. Samkvæmt fótboltareglunum ef að leikmaður er sloppinn í gegn og það er togað í hann, það er náttúrulega bara rautt spjald en það skiptir þannig lagað séð ekki öllum máli, Tómas var bara með þetta og verð ég ekki bara að treysta því að þetta hafi verið rétt hjá honum," hafði Jón Steindór um þessi atvik að segja.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner