Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 11. maí 2022 21:26
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rúnar: Ekki góðir en nýttum breiddina
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í KR sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja í kvöld, lokatölur 1-2.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 KR

„Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina í liðinu, gríðarlega ánægður með stigin þrjú. Það er erfitt að koma til Vestmannaeyja, Eyjamenn voru mjög vel skipulagðir og þéttir. Við vorum ekki góðir í dag en við nýttum vel breiddina í hópnum okkar," voru fyrstu viðbrögð Rúnar Kristinssonar eftir sterkan útisigur á Hásteinsvelli.

Rúnar gerði fjórar breytingar á liði sínu fyrir leikinn í dag, hver var hugsunin á bakvið þessar breytingar?

„Ég vissi að völlurinn hér væri dálítið þungur, það eru einnig búnir að vera margir leikir, ég vildi fá ferska fætur inn og leikmenn sem geta hlaupið mikið. Sérstaklega í byrjun til að mæta þeirri mótspyrnu sem maður mætir alltaf hérna í Eyjum.“

Rúnar gerði þrjár breytingar á liðinu sínu strax í byrjun seinni hálfleiks.

„Ég breytti aðeins áherslunum, við náðum að halda boltanum betur án þess kannski að ná að skapa okkur mikið. Ef ég er ósáttur við eitthvað þá er það að ná ekki inn þriðja markinu. Þegar maður er að vinna með einu er maður alltaf stressaður á hliðarlínunni og þá þarf voða lítið að gerast til þess að maður fái eitt í andlitið.“

Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn aftur til KR, félagaskiptin voru staðfest í gær. Rúnar er að vonum ánægður með að fá Þorstein í hópinn og auka breiddina.

„Ég er mjög ánægður með að fá hann til baka, hann er áræðinn sóknarleikmaður. Öðruvísi en kantmennirnir sem við erum með Atli og Stefán, hann hleypur meira á bakvið vörnina, gríðarlega vinnusamur. Við erum bara að stækka hópinn og breikka hann, fá meiri möguleika til að spila með ólíkar týpur inni á vellinum."

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti, að sögn Rúnars verða ekki frekari breytingar hjá KR áður en glugginn lokar.

„Nei við erum hættir, það er enginn að koma í KR úr þessu," sagði brosmildur Rúnar Kristinsson að lokum sem fer með þrjú stig heim í Vesturbæinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner