Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   þri 11. júní 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evans ferðaðist ekki með norður írska landsliðinu til Murcia
Mynd: Getty Images

Jonny Evans varnarmaður Manchester United verður ekki með norður írska landsliðinu sem mætir Andorra í vináttulandsleik í Murcia á Spáni í kvöld.


Evans spilaði allan leikinn þegar Norður Írland tapaði 5-1 í vináttulandsleik gegn Spáni á Mallorca á laugardaginn.

Evans er fyrirliði landsliðsins en hann hefur spilað 107 landsleiki fyrir þjóð sína.

Þessi 36 ára gamli varnarmaður kom við sögu í 30 leikjum fyrir Manchester United á síðustu leiktíð en Michael O'Neil landsliðsþjálfari Norður Írlands sagði að það væri ómögulegt að ætlast til þess að hann myndi spila gegn Andorra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner