Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 11. júlí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umboðsmaður Lindelöf segir framtíð leikmannsins í höndum United
Paul Pogba og Romelu Lukaku hafa verið þrálátlega orðaðir frá Old Trafford í sumar.

Fleiri leikmenn gætu verið á leið burt en Hasan Cetinkaya, umboðsmaður Victor Lindelöf, segir leikmanninn mögulega á leið burt.

„Lindelöf er hjá góðu félagi en framtíð hans er í höndum félagsins," sagði Cetinkaya við Mundo Deportivo.

Lindelöf þótti standa sig vel á síðustu leiktíð og er Ole Gunnar Solskjær sagður vilja halda honum. Lindelöf á tvö ár eftir af samningi sínum.

Þá er framtíð Alexis Sanchez óljós en samnngar ættu að nást fljótlega við David de Gea.
Athugasemdir