Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   lau 11. júlí 2020 00:23
Gylfi Tryggvason
Kristín Dís: Getum haldið hreinu eins lengi og við viljum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði 90 mínútur í 0-1 sigri Breiðabliks á Fylki fyrr í kvöld. Hún var ánægð eftir leik. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var hörkuleikur, lítið um færi en við erum mjög sáttar."


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Breiðablik

„Maður var svolítið stífur síðustu 10 mínúturnar og þetta verður örugglega þungt á manni á morgun. Við fengum hlaupaprógramm í sóttkví og tókum það, svo mættum við klárar á æfingu um leið og við losnuðum."

Hvert var leikplanið í kvöld?

„Við ætluðum að sækja upp kantana og halda breidd. Það gekk ágætlega."

Breiðablik hefur enn ekki fengið á sig mark í sumar. Hún er að vonum ánægð með afraksturinn.

„Ég er mjög sátt. Varnarlínan hefur verið mjög stöðug í byrjun sumars og við erum mjög sáttar."

Hversu lengi getið þið haldið búrinu hreinu?

„Bara eins lengi og við viljum."

Klára mótið?

„Ætli það ekki."

Hver er draumamótherjinn í bikarnum?

„Valur á heimavelli. Þetta eru tvö sterkustu lið landsins og það væri skemmtilegt."

Eruði betri en Valur?

„Já."
Athugasemdir
banner
banner