Klukkan 17:45 hefst viðureign Istanbul Basaksehir og Breiðabliks í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Um er að ræða seinni leik liðanna í 3. umferð keppninnar og leiðir tyrkneska liðið með tveimur mörkum eftir fyrri leik liðanna.
Leikurinn í dag fer fram á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl en fyrri leikurinn fór fram á Kópavogsvelli fyrir viku síðan og vann tyrkneska liðið 1-3 útisigur. Leikurinn hefst klukkan 20:45 að staðartíma.
Leikurinn í dag fer fram á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl en fyrri leikurinn fór fram á Kópavogsvelli fyrir viku síðan og vann tyrkneska liðið 1-3 útisigur. Leikurinn hefst klukkan 20:45 að staðartíma.
Lestu um leikinn: Istanbul Basaksehir 3 - 0 Breiðablik
Fjórar breytingar eru á liði Breiðabliks frá fyrri leiknum. Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Davíð Ingvarsson taka sér sæti á bekknum en Ísak Snær Þorvaldsson er ekki í hóp. Inn í liðið koma þeir Mikkel Qvist, Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Omar Sowe.
Ísak Snær ferðaðist ekki með liðinu þar sem hann varð fyrir smávægilegum meiðslum í leiknum gegn Stjörnunni. Vonir standa til að hann verði klár fyrir leikinn gegn Víkingum á Kópavogsvelli á mánudagskvöld.
Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe
Athugasemdir