Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. september 2018 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Silfurliðið á HM fékk á sig sex mörk
Króatía steinlá á Spáni.
Króatía steinlá á Spáni.
Mynd: Getty Images
Pyry lagði upp fyrir Finnland.
Pyry lagði upp fyrir Finnland.
Mynd: Einar Hermannsson
Ísland tapaði 3-0 gegn Belgíu í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Þó úrslitin hafi ekki verið góð þá var frammistaðan mikið betri en gegn Sviss á laugardag.

Ísland tapaði 6-0 gegn Sviss, en Króatía, silfurliðið frá HM, tapaði með sömu markatölu í kvöld þegar liðið heimsótti Spánverja í Þjóðadeildinni. Spánn, sem olli miklum vonbrigðum á HM, í sumar fór illa með Króatíu. Staðan var 3-0 í hálfleik og bættu heimamenn við þremur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn fór fram í Elche.


Frábær úrslit fyrir lærisveina Luis Enrique. Spánn vann England í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni, 2-1.

Í B-deild Þjóðadeildarinnar tryggði Edin Dzeko Bosníu sigurinn gegn Austurríki og í C-deildinni unnu Finnland og Ungverjaland sigra. Finnland hafði betur gegn Eistlandi þar sem íslenska þjóðhetjan, Pyry Soiri, lagði upp sigurmarkið.

Lúxemborg bar þá sigurorðið af San Marínó í D-deildinni. Moldavía og Hvíta-Rússland gerðu markalaust jafntefli.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

A-deild

Spánn 6 - 0 Króatía
1-0 Saul ('24 )
2-0 Marco Asensio ('33 )
3-0 Lovre Kalinic ('35 , sjálfsmark)
4-0 Rodrigo Moreno ('49 )
5-0 Sergio Ramos ('57 )
6-0 Isco ('70 )

B-deild

Bosnía og Hersegóvína 1 - 0 Austurríki
1-0 Edin Dzeko ('78 )

C-deild

Ungverjaland 2 - 1 Grikkland
1-0 Roland Sallai ('15 )
1-1 Kostas Manolas ('18 )
2-1 Laszlo Kleinheisler ('42 )

Finnland 1 - 0 Eistland
1-0 Teemu Pukki ('12 )

D-deild

San Marínó 0 - 3 Lúxemborg
0-1 Maxime Chanot ('9 )
0-2 Aurelien Joachim ('45 )
0-3 Danel Sinani ('52 )

Moldavía 0 - 0 Hvíta-Rússland
Athugasemdir
banner
banner