Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 11. september 2019 21:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Óskars: Sáum það allan tímann að við gætum farið upp
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Geggjuð tilfinning, geggjað að vera komnir upp ," sagði Pétur Óskarsson, fyrirliði Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

„Það kom smá stress í menn þegar þeir minnkuðu muninn en við vorum miklu betri í þessum leik og sýndum það, kláruðum leikinn 4-1."

Pétur átti góðan leik í framlínu leiksins ásamt Nikulási Inga Björnssyni og voru þeir bestu menn leiksins. Umræða myndaðist á meðan leik stóð af hverju Pétur væri ekki að spila í betri deild.

„Ég veit það ekki ég býð eftir símtali bara," sagði Pétur og hló.

„Ég fýla mig í Árbænum og á heima hérna, mjög næs að vera hér."

„Ég var í Huginn á Seyðisfirði í þrjú ár og á svo tímabil í Inkasso og 2. deildinni. Ég get alveg spilað á hærra plani en ég er farinn að eldast smá svo það er farið að verða svolítið seint."


Framundan er úrslitaleikur við Ægi en bæði lið eru komin upp í 3. deildina.

„Við höfum ekki tapað fyrir þeim og við stefnum á sigur í þeim leik."

Pétur var spurður að því í kjölfarið hvort og hvenær liðið hafi gert sér grein fyrir því að það gæti farið upp og væri eitt af betri liðum deildarinnar.

„Við höfum haft það á tilfinningunni allan tíman að við værum líklegir að fara upp. Við höfum verið betri í flestum leikjum sem við höfum spilað. Sáum það allan tímann að við værum eitt af betri liðunum í þessari deild,"

Pétur var að lokum spurður út í ummæli þjálfara Elliða, Jóns Aðalsteins Kristjánssonar, sem skaut á Pétur fyrir viðtalið að hann hefði ekki skorað í einvíginu.

„Ég skoraði, það var bara dæmt af," Pétur var svo spurður hvort hann hefði verið rangstæður: „Nei það held ég ekki," sagði Pétur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner