Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fös 11. október 2024 08:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir: Ég hef aldrei séð svona
Heimir ánægður eftir leikinn í gær.
Heimir ánægður eftir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Robbie Brady skoraði sigurmarkið.
Robbie Brady skoraði sigurmarkið.
Mynd: EPA
„Að sjá þúsund Íra koma hingað, sjá hversu ótrúlega ánægðir stuðningsmennirnir voru með þennan sigur, ég hef aldrei séð svona andrúmsloft, voru lengi eftir leik að njóta augnabliksins. Það var mjög ánægjulegt að sjá þetta," sagði Heimir Hallgrímsson um stuðningsmenn írska landsliðsins eftir sigur í Finnlandi í gærkvöldi.

Heimir var að stýra Írum í sínum þriðja leik og var þetta hans fyrsti sigur með liðinu. Það er mikil pressa á honum að ná í úrslit og mikil ánægja með leikinn í gær. Írar lentu undir en náðu að koma til baka, mark frá Robbie Brady seint í leiknum tryggði Írum sigur.

Þetta var fyrsti endurkomusigur Írlands í keppnisleik í ellefu ár. Heimir ræddi við RTE eftir leikinn.

„Það er alltaf gott að vinna, fá sjálfstraust og þessi leikur mun klárlega hjálpa. Allir fundu fyrir því að við vorum að gera betur og betur á æfingum. Við vorum í meiri takti og það sást á vellinum."

„Við getum verið ánægðir með mjög margt í okkar frammistöðu. Við gerðum ein mistök í fyrri hálfleik og var refsað fyrir það. Við gátum byggt ofan á lokakaflann í fyrri hálfleik. Þetta var ekki fullkominn leikur, þeir fengu tvö færi og hefðu getað refsað okkur."

„Þeir fengu ekki mörg færi til að skora mörk. Við gáfum þeim færin, það er ekki eins og þeir hafi sundurspilað okkur. Heilt yfir held ég að við eigum að vera ánægð með þessa frammistöðu."


Næst á Írland leik í Grikklandi gegn heimamönnum sem unnu Englendinga á Wembley í gær. „Það er erfiður leikur eftir þrjá daga. Það voru nokkrir þreyttir fætur á vellinum. Við þurfum að byrja hugsa um Grikkland," sagði Heimir.


Athugasemdir
banner
banner