mán 11. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford hjálpaði manni sem vann baráttuna við krabbamein
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, var á skotskónum þegar United lagði Brighton að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir leikinn hitti Rashford hinn bandaríska John Burk og vini hans, en framherjinn hjálpaði þeim að komast á leikinn.

Rashford er að gera virkilega góða hluti utan vallar, en hann útvegaði miða á leikinn fyrir Burk og vini hans eftir að hafa frétt af sögu Burk á samfélagsmiðlum.

Burk hafði betur í baráttuni gegn þriðja stigs krabbameini og ætlaði hann sér að fagna því með ferð til Englands. Hann vildi sjá Manchester United á Old Trafford í fyrsta sinn.

Burk og félagar hans söfnuðu nægum pening fyrir ferðinni, en þeim vantaði hjálp við að fá miða og þar kom Rashford til sögunnar. Hann útvegaði miða og hjálpaði þeim að komast á leikinn.

Gary Neville og Rio Ferdinand, fyrrum leikmenn Manchester United, réttu einnig út hjálparhönd. Gary Neville bauð þeim hótelherbergi á hóteli sínu og Ferdinand bauð þeim upp á máltíð á veitingastað sínum.

Hér að neðan má sjá myndir þegar Rashford hitti Burk á Old Trafford í gær.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner