Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. nóvember 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Víkurfréttir 
Einar Orri Í Njarðvík (Staðfest) - „Sé ekki eftir því að hafa prófað eitthvað allt öðruvísi"
Mynd: VF-mynd: JPK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson er genginn í raðir Njarðvíkur og mun leika með liðinu næstu tvö árin.

Einar hefur undanfarin ár leikið með Kórdrengjum og bar fyrirliðabandið hjá liðinu þegar liðið vann 2. deildina í sumar.

Einar var valinn í lið ársins hér á Fótbolti.net eftir tímabilið fyrir frammistöðu sína. Fyrir tíma sinn hjá Kórdrengjum hafði Einar leikið fyrir eitt félag á ferlinum.

„Það er góður bragur á þessu og ég er bara peppaður fyrir þessu verkefni," sagði Einar Orri í viðtali sem birtist á Víkurfréttum.

„Ég ætla að vona að ég geti komið með eitthvað að borðinu, þekki þessa deild ágætlega eftir að hafa spilað í henni í sumar og gengið vel í henni."

„Þetta var svolítið öðruvísi en það sem ég hafði kynnst, hafði bara verið í Keflavík sem er rótgróið félag og maður fer í allt annað umhverfi."

„Þetta er lítið félag og miklu minna um sig en hins vegar kynntist ég mörgum góðum og þessir fáu sem standa að félaginu gera það mjög vel. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þessi tvö ár og prófað eitthvað allt öðruvísi,"
sagði Einar Orri um tímann sinn hjá Kórdrengjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner