Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 11. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að Greenwood komi inn í landsliðið í mars
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, þjálfari Jamaíku, heldur í vonina um að Mason Greenwood komi til móts við landsliðið í landsleikjaverkefninu í mars.

Greenwood spilaði sinn fyrsta og eina landsleik með Englendingum í leik gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en hefur ekkert spilað með þjóðinni síðan.

Hann var handtekinn snemma árs 2022 vegna gruns um kynferðislegt- og líkamlegt ofbeldi gagnvart kærustu sinni, en málið var fellt niður ári síðar þar sem lykilvitni hættu við að gefa vitnisburð.

Englendingurinn hefur verið að gera það gott með Marseille í frönsku deildinni á þessu tímabili og er möguleiki fyrir hann að spila fyrir landslið Jamaíku.

Hann hefur átt samtöl með McClaren, þjálfara Jamaíku, en þó ekki búinn að gefa dagsetningu á hvenær hann væri til í að koma til móts við hópinn.

„Það hefur verið mikið fjölmiðlafár í kringum Mason Greenwood. Ég er í reglulegu sambandi við hann og skilaboðin eru alltaf þau sömu 'þegar tíminn er réttur',“ sagði McClaren.

„Maður myndi halda það síðustu tvö ár hafa verið hryllileg fyrir hann. Ég held að hann vilji bara koma sér fyrir hjá Marseille og njóta fótboltans, sem hann er að gera í augnablikinu og síðan vill hann koma í landsliðið. Ég veit það og finn það þegar ég tala við hann, en ferlið mun halda áfram.“

„Ég vona að við höfum náð framförum þegar það kemur að því að velja hópinn í mars. Allt verkefnið og ferlið er miðað við að komast á HM, en við erum samt enn að plana framtíðina. Við munum fylgjast með Mason og munum láta ykkur vita hvernig málin þróast,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner