Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 11. desember 2019 12:04
Hafliði Breiðfjörð
Myndband: Haukur Baldvins fór úr skónum og grýtti í dómarann
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Baldvinsson fyrrverandi leikmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leik með Augnabliki í Futsal um helgina og grýtti skónum sínum í einn þriggja dómara leiksins.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum að ofan.

Augnablik mætti Hvíta Riddaranum í Futsal leik í Kórnum á laugardaginn og tapaði leiknum 6 - 2.

Atvikið átti sér stað á 17. mínútu leiksins. Haukur var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu á miðjum vellinum, snöggreiddist, fór úr skónum og grýtti honum af alefli í Ólaf Inga Guðmundsson aðstoðardómara sem sat þar við tölvu á ritaraborðinu.

Það varð Ólafi Inga til happs að tölvuskjár varð á milli þegar Haukur grýtti skónum svo honum varð ekki harmur af en hann er með gleraugu og má segja að hann hafi sloppið vel.

Guðmundur Ævar Guðmundsson dómari lyfti hinsvegar strax rauðu spjaldi. Ekkert kemur fram á vef KSÍ um hver refsing Hauks verður eða hvort aga- og úrskurðarnefnd verði kölluð saman til að taka á málinu.
Athugasemdir
banner