Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   mið 11. desember 2019 12:04
Hafliði Breiðfjörð
Myndband: Haukur Baldvins fór úr skónum og grýtti í dómarann
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Baldvinsson fyrrverandi leikmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leik með Augnabliki í Futsal um helgina og grýtti skónum sínum í einn þriggja dómara leiksins.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum að ofan.

Augnablik mætti Hvíta Riddaranum í Futsal leik í Kórnum á laugardaginn og tapaði leiknum 6 - 2.

Atvikið átti sér stað á 17. mínútu leiksins. Haukur var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu á miðjum vellinum, snöggreiddist, fór úr skónum og grýtti honum af alefli í Ólaf Inga Guðmundsson aðstoðardómara sem sat þar við tölvu á ritaraborðinu.

Það varð Ólafi Inga til happs að tölvuskjár varð á milli þegar Haukur grýtti skónum svo honum varð ekki harmur af en hann er með gleraugu og má segja að hann hafi sloppið vel.

Guðmundur Ævar Guðmundsson dómari lyfti hinsvegar strax rauðu spjaldi. Ekkert kemur fram á vef KSÍ um hver refsing Hauks verður eða hvort aga- og úrskurðarnefnd verði kölluð saman til að taka á málinu.
Athugasemdir
banner
banner