Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 12. janúar 2020 18:24
Atli Arason
Sergio Aguero er markahæsti útlendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Bætti bæði met Thierry Henry og Alan Shearer í kvöld
Markahæsti útlendingur úrvalsdeildarinnar, Sergio Aguero
Markahæsti útlendingur úrvalsdeildarinnar, Sergio Aguero
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero skoraði þrennu í 1-6 stórsigri Manchester City á Aston Villa á Villa Park í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Aguero var með þessu að skrá sig í sögubækur úrvalsdeildarinnar en Aguero er núna búinn að skora 177 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er því búinn að taka fram úr Thierry Henry sem markahæsti útlendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Henry skoraði 175 mörk á sínum tíma í deildinni fyrir Arsenal. Henry náði þessum markafjölda í 258 leikjum en það tók Aguero 255 leiki að ná þessum markafjölda. Alan Shearer er markahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar með 260 mörk.

Það sem meira er þá var Aguero að skora sína tólftu þrennu í úrvalsdeildinni og tók því einnig fram úr Alan Shearer yfir flestar þrennur skoraðar í ensku úrvalsdeildinni en Shearer skoraði á sínum tíma ellefu þrennur í úrvalsdeildinni í 473 leikjum.
Magnaður árangur hjá Argentínumanninum knáa.

„Ég er augljóslega mjög ánægður með að ná þessu meti en ég gæti samt aldrei hafa náð þessu meti án hjálpar liðsfélaga minna.” Sagði Sergio Aguero auðmjúkur í viðtali við Sky Sports eftir leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner