Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
   fös 12. janúar 2024 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætt í Val.
Mætt í Val.
Mynd: Valur
Með titil á Hlíðarenda.
Með titil á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spennt. Þjálfarateymið heillaði mjög mikið og leikmannahópurinn að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt félag og það er mikill metnaður þarna. Þetta var engin spurning þegar ég fékk boðið," segir Jasmín Erla Ingadóttir, nýr leikmaður Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Jasmín gekk nýverið í raðir Íslandsmeistara Vals frá Stjörnunni. Hún skrifaði þriggja ára samning við Val.

Jasmín hefur leikið 177 leiki í efstu deild og skorað 47 mörk með Fylki, FH og Stjörnunni. Hún ákvað eftir síðasta tímabil með Stjörnunni - þar sem liðið endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar - að það væri kominn tími á breytingar. Hún hafði leikið í Garðabænum frá 2019.

„Þetta hefur verið upp og niður í Stjörnunni. Mér fannst tækifærið okkar (á að vinna Íslandsmeistaratitil) vera síðasta sumar en það fór ekki eins og við vildum. Mér fannst ég þurfa breytingu og spark í rassinn. Ég taldi þetta vera það besta fyrir mig í stöðunni," segir Jasmín.

Sýndu því skilning
Jasmín lét Stjörnuna vita þegar síðasta tímabili lauk að hún vildi breyta til. Hún var enn samningsbundin félaginu en félagið sýndi henni góðan skilning.

„Ég sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingar. Ég hélt að samningurinn væri að renna út eða ég gæti rift, en svo var ekki. Ég lét þau vita að ég vildi breyta og þau sýndu því skilning," segir Jasmín.

„Þau reyndu eins og þau gátu að hjálpa mér. Þau sögðu við mig að þau þyrftu að fá eitthvað fyrir mig sem ég skildi alveg. Það þyrfti að vera samkomulag og ég held að þetta hafi bara verið 'win-win'."

Besta liðið
Stjarnan samþykkti fyrst tilboð frá Fylki en Jasmín hafnaði því sjálf. Hún þekkir vel til í Árbænum en taldi þetta ekki rétta tímapunktinn að fara aftur þangað.

„Ég elska Fylki en á þessum tímapunkti á ferlinum mínum finnst mér ég skulda sjálfri mér að vera í toppliði. Ég hef nánast alltaf verið í uppbyggingu. Ekki núna, en kannski seinna," segir Jasmín.

„Valur er besta liðið eins og staðan er í dag, þannig að ég er mjög spennt að reyna að vinna mig inn í liðið og taka þátt í þessari vegferð. Þetta hefur verið betra en ég þorði að vona og ég er strax mjög spennt fyrir öllu. Mér líður vel og mér finnst ég passa vel inn. Þetta eru erfiðar æfingar og mikil samkeppni. Það er gott tempó og það er það sem ég vil."

Jasmín er að fara í mikla samkeppni á Hlíðarenda en hún fagnar því.

„Mér finnst það geggjað. Þetta er eitthvað sem ég vildi þegar ég fór í Stjörnuna en þá fóru þær allar. Ég er búin að bíða eftir þessu í fimm ár og ég ætla að nýta tækifærið og reyna að verða betri í þessum hóp," segir hún.

Sárnaði það mest
Stjörnunni var fyrir síðasta tímabil spáð Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa brillerað á undirbúningstímabilinu og sumarið áður. En það gekk ekki eftir og var liðið langt frá titlinum.

„Það varð svolítið af breytingum og ég held að það hafi líka verið pressa sem við náðum ekki að höndla. Ég held að við séum allar reynslunni ríkari og vonandi kemur þetta einn daginn hjá Stjörnunni," segir Jasmín.

„Við settum okkur háleit markmið en þetta féll ekki með okkur. Svona er þetta bara í boltanum. Stjarnan er sterkt lið en ég þurfti á breytingu að halda."

„Ég þurfti ekki að vera markadrottning, það er ekki aðalmarkmiðið. Ég hefði viljað ná í titil. Mér sárnaði það mest (að missa af honum). Ég fann mig aldrei nógu vel inn á vellinum á síðasta tímabili. Ég áttaði mig á því að ég þurfti eitthvað nýtt núna."

„Ég ætla að byrja á því að koma mér í gott stand núna og mig langar að vera í besta standi sem ég hef verið í næsta sumar. Ég tel það alveg líklegt miðað við æfingar og hópinn. Auðvitað langar mér svo líka að spila sem mest. Það er markmiðið."

Og markmiðið er væntanlega líka að vinna Íslandsmeistaratitilinn?

„Já, og markmiðið er líka að gera betur í Evrópu. Við viljum held ég allar gera það," sagði þessi öfluga fótboltakona að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner