Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   þri 12. febrúar 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Sancho frestaði flugi Dortmund
Fresta þurfti flugi Borussia Dortmund til Englands í dag þar sem kantmaðurinn öflugi Jadon Sancho gleymdi vegabréfinu sínu heima.

Dortmund ferðaðist í dag til London þar sem liðið mætir Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Hinn 18 ára gamli Sancho óttaði sig á því á flugvellinum að hann hefði gleymt vegabréfinu heima.

Hann þurfti því að bruna heim til sín og ná í vegabréfið en fyrir vikið frestaðist flugið.

Sancho hefur verið frábær á tímabilinu en hann skoraði um helgina þegar topplið Dortmund gerði 3-3 jafntefli við Hoffenheim.
Athugasemdir