Chelsea vann frábæran endurkomusigur á Crystal Palace í kvöld á Selhurst Park en Jefferson Lerma kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik.
Chelsea var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik en Conor Gallagher jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks og kom liðinu yfir í uppbótatíma áður en Enzo Fernandez innsiglaði sigurinn.
Gallagher var maður leiksins að mati Sky Sports sem gefur honum átta í einkunn. Cole Palmer lagði upp mörkin tvö í uppbótatíma en hann fær sjö í einkunn ásamt fimm öðrum samherjum sínum.
Lerma fær sjö í einkunn ásamt fjórum öðrum Crystal Palace mönnum.
Crystal Palace: Henderson (6), Munoz (6), Andersen (7), Richards (6), Mitchell (7), Lerma (7), Hughes (7), Wharton (7), Franca (6), Ayew (6), Mateta (6).
Varamenn: Ahamada (6), Edouard (Spilaði ekki nóg).
Chelsea: Petrovic (7), Gusto (7), Disasi (6), Silva (7), Chilwell (6), Fernandez (7), Caicedo (6), Gallagher (8), Palmer (7), Madueke (7), Jackson (6).
Varamenn: Nkunku (6), Colwill (7), Sterling (6), Gilchrist (Spilaði ekki nóg)