Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mán 12. febrúar 2024 14:23
Elvar Geir Magnússon
Þriggja hesta kapphlaup um formannsstólinn - Guðni vann kosningu lesenda
Vignir, Þorvaldur og Guðni.
Vignir, Þorvaldur og Guðni.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Ársþing KSÍ verður haldið í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal laugardaginn 24. febrúar.

Vanda Sigurgeirsdóttir býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku. Þrjú framboð í formannsstólinn bárust áður en frestur rann út um helgina.

Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson keppast um formannsembættið.

Þegar kosið verður á ársþinginu þarf að fá hreinan meirihluta. Ef enginn fær yfir 50% fylgi verður aftur kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Guðni Bergsson hefur mest fylgi meðal lesenda Fótbolta.net samkvæmt niðurstöðu í skoðanakönnun sem var á forsíðu. Það eru þó félögin í landinu sem eru með atkvæðisrétt og alls kyns pólitík í gangi bak við tjöldin.

Guðni, Vignir og Þorvaldur voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag og ræddu þar um stærstu málin í baráttunni.

Hver þessara væri besti kosturinn til að verða næsti formaður KSÍ?
42% Guðni Bergsson (1294)
33% Þorvaldur Örlygsson (1026)
25% Vignir Már Þormóðsson (778)
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og formannsefnin fara yfir stóru málin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner