Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 09:40
Elvar Geir Magnússon
McManaman segir Klopp þurfa að útskýra ýmislegt - „Hjólin fóru undan“
Steve McManaman.
Steve McManaman.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Liverpool var niðurlægt af Atalanta 0-3 á Anfield í gær en þetta var fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Steve McManaman fyrrum leikmaður Liverpool var gáttaður eftir leikinn.

„Fólk bjóst við því að Liverpool myndi labba í úrslitaleikinn í Dublin. Liverpool hefur fengið mikið lof á tímabilinu, en þessi frammistaða í kvöld... hjólin fóru bara undan liðinu," segir McManaman.

„Skiptingarnar höfðu engin áhrif. Það verður áhugavert að sjá hvernig stjórinn reynir að útskýra þetta, því það er margt sem þarfnast útskýringar!"

Liverpool hefur verið á flottu skriði og hafði bata tapað einum leik af tíu á undan þessum. En í leiknum í gær fékk Atalanta of mörg tækifæri og Liverpool klúðraði fjölda færa.

„Liverpool var mjög lélegt. Ég man ekki hvenær þeir voru síðast svona slakir. Mögulega var þetta slakasta frammistaðan undir stjórn Klopp. Þeir virkuðu þreyttir og fjöldi mistaka voru gerð um allan völl. En hrósum líka Atalanta, þeir voru magnaðir," segir Stephen Warnock, annar fyrrum leikmaður félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner