Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag vill fá sóknarmann í sumar
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Anthony Martial fer væntanlega í sumar
Anthony Martial fer væntanlega í sumar
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Erik ten Hag væri til í að fá framherja til Manchester United í sumar.

Ten Hag gerði ráð fyrir því að það yrði nóg að fá Rasmus Höjlund inn í hópinn, sem væri þá góð viðbót við það sem félagið hafði fyrir.

Marcus Rashford var stórkostlegur á síðustu leiktíð og þá var oft útlit fyrir að Anthony Martial yrði mikilvægur en meiðsli höfðu áhrif á tímabilið hans. Martial skoraði alls níu mörk á tímabilinu.

Rashford og Martial hafa ekki verið upp á sitt besta á þessari leiktíð. Martial hefur meira eða minna verið hjá sjúkraþjálfaranum á meðan Rashford hefur ekki náð að leika eftir það sem hann gerði á síðasta tímabili.

Höjlund var því fenginn inn en það tók hann dágóðan að skora sitt fyrsta deildarmark. Hann var sjóðandi heitur í janúar og febrúar, en hefur ekki alveg náð sér á strik eftir að hann kom til baka úr meiðslum.

Ten Hag væri vel til í að styrkja framlínuna frekar í sumar en það má búast við því að Martial yfirgefi félagið þegar samningur hans rennur út.

„Ég held að það myndi hjálpa. Samkvæmt planinu sem við gerðum þá ættum við að skora nóg af mörkum Við treystum á mörk frá Rashy því á síðasta tímabili gerði hann 30 mörk og maður treystir á mörk frá Martial. Á fyrsta tímabili mínu hér spilaði hann mjög vel og hafði líka mikil áhrif á frammistöðu okkar í mikilvægum leikjum.“

„Síðan fengum við inn markaskorara í Rasmus Höjlund og því ættum við að skora nóg af mörkum,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner