Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. maí 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við eins og börn og Mbappe eins og Usain Bolt"
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera.
Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Ander Herrera hefur fengið að kynnast því að spila með Frakkanum Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain. Herrera yfirgaf Manchester United síðasta sumar og fór til Parísar.

Mbappe er aðeins 21 árs gamall en hann er búinn að festa sig í sessi sem einn besti fótboltamaður í heimi.

Mbappe er með gríðarlega mikinn hraða og segir Herrera að hann láti aðra leikmenn PSG líta út eins og börn á æfingasvæðinu.

„Stundum á æfingum þá er eins og hann sé að æfa með börnum. Það hvernig hann hleypur, hvernig hann hreyfir sig, hann skilur þig eftir," sagði Herrera við ESPN.

„Það er eins og við séum börn, 12 ára gömul börn og hann Usain Bolt. Og þegar hann er fyrir framan markið þá getur hann stoppað, verið kaldur og skorað fullt af mörkum. Það er ekki auðvelt. Það er mikið jafnvægi í hans leik. Hann er hraður, með mikinn styrk og er rólegur fyrir framan markið."

„Árið 2025 þá getur hann unnið Ballon d'Or."

Herrera hefur einnig kynnst Brasilíumanninum Neymar. Herrera segir að hinn 28 ára gamli Neymar sé ánægður í París þrátt fyrir miklar sögusagnir um endurkomu hans til Barcelona.

„Hann kom mér mikið á óvart því fjölmiðlar tala ekki alltaf vel um hann. Þeir eru alltaf að leita að leiðum til að drepa hann. En þarna er náungi sem er ánægður á hverjum degi, sem reynir að styrkja hópinn. Hann býður okkur stundum í mat svo við getum verið meira saman. Hann brosir á hverjum degi og skapar gott andrúmsloft í hópnum."

Keppni var á dögunum hætt í frönsku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins og var PSG, liðið sem á toppnum áður en keppni var hætt, veittur franska meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner