Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mið 12. júní 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea snýst hugur: Vill semja við eftirsóttan Gallagher
Mynd: EPA
Framtíð enska miðjumannsins Conor Gallagher er afar óljós en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea.

Það eru ýmis félög sem hafa mikinn áhuga á Gallagher, sem er í enska landsliðshópnum sem keppir á EM í Þýskalandi, og var Chelsea tilbúið til að selja leikmanninn þar til fyrir skömmu.

The Guardian greinir frá því að stjórnendur Chelsea ætli að gera sitt besta til að sannfæra miðjumanninn fjölhæfa um að vera áfram hjá félaginu og samþykkja nýjan samning í sumar.

Tottenham og Aston Villa eru sérstaklega áhugasöm um Gallagher þar sem þau vilja gera hann að miðpunkti miðjunnar sinnar.

Gallagher er 24 ára gamall og var í lykilhlutverki á síðustu leiktíð með Chelsea. Talið er að hann sé spenntur fyrir því að gera nýjan samning við uppeldisfélagið sitt Chelsea og fá að halda áfram að spila mikilvægt hlutverk við hlið Enzo Fernandez og Moisés Caicedo á miðjunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner