Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   mið 12. júní 2024 17:41
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir klófesta Rodrigo Gomes (Staðfest)
Hann er þriðji leikmaðurinn sem heitir Gomes í leikmannahópi Wolves.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem heitir Gomes í leikmannahópi Wolves.
Mynd: EPA
Úlfarnir hafa gengið frá kaupum á Rodrigo Gomes frá Braga fyrir tæplega 13 milljónir punda.

Gomes er vængmaður sem verður 21 árs í júlí. Hann skrifaði undir samning við Wolves til 2029, með möguleika um framlengingu í ár til viðbótar, eftir að hann stóðst læknisskoðun.

„Ég er hæstánægður, sérstaklega með að fá inn leikmann svona snemma. Í félagaskiptaglugganum vilja málin oft dragast en varðandi undirbúning næsta tímabils er þetta mjög mikilvægt," segir Gary O'Neil stjóri Wolves.

„Rodrigo átti frábært síðasta tímabil, lék í mörgum stöðum og er bara 20 ára gamall. Hann er ungur og getur orðið betri. Þetta eru frábær kaup fyrir félagið."

Gomes er U21 landsliðsmaður Portúgals og lék á láni með Estoril á liðnu tímabili, lék 30 leiki og skoraði sjö mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Braga 2020 og skoraði eitt mark í 43 leikjum fyrir félagið.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem heitir Gomes í leikmannahópi Wolves, fyrir hjá félaginu voru varnarmaðurinn Toti Gomes og miðjumaðurinn Joao Gomes.

Gomes er annar leikmaðurinn sem Wolves kaupir í sumar en félagið keypti áður Tommy Doyle, sem var á láni frá Manchester City á liðnu tímabili.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner