Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 12. júlí 2021 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir átti ekki að vera þarna - „Loka augunum og skaut bara eitthvað"
Damir Muminovic
Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net mætti á Kópavogsvöll í gær fyrir æfingu Breiðabliks. Tilefnið er Evrópuverkefni liðsins gegn Racing Union frá Lúxemborg. Liðin eru að mætast í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta fimmtudag og seinni leikurinn fer fram nú á fimmtudag. Breiðablik leiðir 3-2 eftir fyrri leikinn. Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, svaraði nokkrum spurningum einvígið.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Það var gaman að spila þennan leik, karakterssigur eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta er mjög fínt lið, alls ekki eitthvað djók lið eins og einhverjir halda. Gott að vinna þá og vera yfir," sagði Damir.

Var þetta svipað eins og að spila toppslag í deildinni hér heima eða er þetta öðruvísi?

„Ja, við náttúrulega spilum alltaf okkar fótbolta, erum ekkert að breyta taktík eða hvernig við spilum. Þetta er eins og hver annar leikur nema kannski stærra svið, þetta er Evrópa."

Damir kemur inn á að útivallamarkareglan er ekki lengur í gildi. Það sé því eins og Breiðablik leiði einvígið 1-0. Það var Damir sjálfur sem skoraði sigurmarkið.

„Ég átti ekki einu sinni að vera þarna, ég átti að taka hlaup á nær. Ég var bara svo þreyttur í lokin. Ég einhvern veginn var réttur maður á réttum stað."

Damir tók boltann á lofti og smellhitt'ann.

„Já, loka augunum og skaut bara eitthvað," sagði Damir léttur. „Nei, nei, ég skora nú ekki oft þannig það var gott að skora sigurmark."

Sjá einnig:
Sjáðu draumasigurmark Damirs - Hilmar Jökull samdi lag
Athugasemdir
banner