Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 12. ágúst 2022 23:16
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Liðsheildarsigur í dag
Kvenaboltinn
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan að Valur hefur farið í bikarúrslitaleik. Þetta er bara stefnan og okkur líður ofboðslega vel. Þetta var góður liðsheildarsigur í dag og það er gott að fara með þetta inn í Evrópuverkefnið sem við förum í á sunnudaginn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðvallarleikmaður Vals, eftir sterkan útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Aðspurð um uppleggið fyrir leikinn sagði Ásgerður að leikskipulagið hefði gengið fullkomlega upp.

„Nákvæmlega það sem við gerðum. Við lögðum þennan leik virkilega vel upp. Lokuðum þeim svæðum sem við vissum að þær vildu fara í og við erum með ofboðslega klóka og góða leikmenn uppi á topp þannig að leikurinn spilaðist bara nákvæmlega eins og við vildum að hann myndi spilast.“

Valsliðið hefur verið gríðarlega öflugt í sumar og er í toppmálum. Valskonur eru á toppi Bestu-deildarinnar, eru komnar í bikarúrslit og á leið í Meistaradeildina.

„Þetta er ótrúlega gaman. Við erum að spila vel og erum að nýta allt sem við þurfum að nýta. Erum með stóran og góðan hóp og höfum náð að spila honum vel í sumar. Við erum bara spenntar. Það er fínt að fara í bikarinn og fara svo út í þetta Evrópuævintýri. Það verður bara gaman,“ sagði Ásgerður Stefanía sem vonast til að fá betra veður þegar á meginlandið verður komið.

Nánar er rætt við miðjumanninn reynslumikla í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner