Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fös 12. ágúst 2022 23:16
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Liðsheildarsigur í dag
Kvenaboltinn
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan að Valur hefur farið í bikarúrslitaleik. Þetta er bara stefnan og okkur líður ofboðslega vel. Þetta var góður liðsheildarsigur í dag og það er gott að fara með þetta inn í Evrópuverkefnið sem við förum í á sunnudaginn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðvallarleikmaður Vals, eftir sterkan útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Aðspurð um uppleggið fyrir leikinn sagði Ásgerður að leikskipulagið hefði gengið fullkomlega upp.

„Nákvæmlega það sem við gerðum. Við lögðum þennan leik virkilega vel upp. Lokuðum þeim svæðum sem við vissum að þær vildu fara í og við erum með ofboðslega klóka og góða leikmenn uppi á topp þannig að leikurinn spilaðist bara nákvæmlega eins og við vildum að hann myndi spilast.“

Valsliðið hefur verið gríðarlega öflugt í sumar og er í toppmálum. Valskonur eru á toppi Bestu-deildarinnar, eru komnar í bikarúrslit og á leið í Meistaradeildina.

„Þetta er ótrúlega gaman. Við erum að spila vel og erum að nýta allt sem við þurfum að nýta. Erum með stóran og góðan hóp og höfum náð að spila honum vel í sumar. Við erum bara spenntar. Það er fínt að fara í bikarinn og fara svo út í þetta Evrópuævintýri. Það verður bara gaman,“ sagði Ásgerður Stefanía sem vonast til að fá betra veður þegar á meginlandið verður komið.

Nánar er rætt við miðjumanninn reynslumikla í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner