Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 12. ágúst 2022 23:16
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Liðsheildarsigur í dag
Kvenaboltinn
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan að Valur hefur farið í bikarúrslitaleik. Þetta er bara stefnan og okkur líður ofboðslega vel. Þetta var góður liðsheildarsigur í dag og það er gott að fara með þetta inn í Evrópuverkefnið sem við förum í á sunnudaginn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðvallarleikmaður Vals, eftir sterkan útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Aðspurð um uppleggið fyrir leikinn sagði Ásgerður að leikskipulagið hefði gengið fullkomlega upp.

„Nákvæmlega það sem við gerðum. Við lögðum þennan leik virkilega vel upp. Lokuðum þeim svæðum sem við vissum að þær vildu fara í og við erum með ofboðslega klóka og góða leikmenn uppi á topp þannig að leikurinn spilaðist bara nákvæmlega eins og við vildum að hann myndi spilast.“

Valsliðið hefur verið gríðarlega öflugt í sumar og er í toppmálum. Valskonur eru á toppi Bestu-deildarinnar, eru komnar í bikarúrslit og á leið í Meistaradeildina.

„Þetta er ótrúlega gaman. Við erum að spila vel og erum að nýta allt sem við þurfum að nýta. Erum með stóran og góðan hóp og höfum náð að spila honum vel í sumar. Við erum bara spenntar. Það er fínt að fara í bikarinn og fara svo út í þetta Evrópuævintýri. Það verður bara gaman,“ sagði Ásgerður Stefanía sem vonast til að fá betra veður þegar á meginlandið verður komið.

Nánar er rætt við miðjumanninn reynslumikla í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner