Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fös 12. ágúst 2022 23:16
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Liðsheildarsigur í dag
Kvenaboltinn
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan að Valur hefur farið í bikarúrslitaleik. Þetta er bara stefnan og okkur líður ofboðslega vel. Þetta var góður liðsheildarsigur í dag og það er gott að fara með þetta inn í Evrópuverkefnið sem við förum í á sunnudaginn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðvallarleikmaður Vals, eftir sterkan útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Aðspurð um uppleggið fyrir leikinn sagði Ásgerður að leikskipulagið hefði gengið fullkomlega upp.

„Nákvæmlega það sem við gerðum. Við lögðum þennan leik virkilega vel upp. Lokuðum þeim svæðum sem við vissum að þær vildu fara í og við erum með ofboðslega klóka og góða leikmenn uppi á topp þannig að leikurinn spilaðist bara nákvæmlega eins og við vildum að hann myndi spilast.“

Valsliðið hefur verið gríðarlega öflugt í sumar og er í toppmálum. Valskonur eru á toppi Bestu-deildarinnar, eru komnar í bikarúrslit og á leið í Meistaradeildina.

„Þetta er ótrúlega gaman. Við erum að spila vel og erum að nýta allt sem við þurfum að nýta. Erum með stóran og góðan hóp og höfum náð að spila honum vel í sumar. Við erum bara spenntar. Það er fínt að fara í bikarinn og fara svo út í þetta Evrópuævintýri. Það verður bara gaman,“ sagði Ásgerður Stefanía sem vonast til að fá betra veður þegar á meginlandið verður komið.

Nánar er rætt við miðjumanninn reynslumikla í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir