Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. ágúst 2022 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar spurður hvort hann væri til í að þjálfa í Tyrklandi
Þjálfarar Breiðabliks og Istanbul Basaksehir á hliðarlínunni í gær
Þjálfarar Breiðabliks og Istanbul Basaksehir á hliðarlínunni í gær
Mynd: Getty Images
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir 3-0 tap Breiðabliks gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Breiðablik er úr leik í Evrópu í ár eftir að hafa slegið út Santa Coloma frá Andorra í fyrstu umferð forkeppninnar og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í annarri umferð.

Óskar Hrafn brosti og hló þegar hann fékk spurningu frá blaðamanni eftir leik. Sá hafði komist að því að samningur Óskars við Breiðablik gildir út næsta tímabil.

„Ef þú færð tilboð frá Tyrklandi, væriru til í að starfa hér?"

Óskar svaraði: „Þú veist aldrei, ef það kemur einhvern tímann að því þá komumst við að því."

„Ég er nú ekki viss um að einhver íslenskur þjálfari hafi fengið þessa spurningu eftir einvígi. Þeir voru hrifnir af einhverju," sagði Baldur Sigurðsson sem var sérfræðingur í útsendingu Stöð 2 Sport í kringum leikina í Sambandsdeildinn í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner