fös 12. ágúst 2022 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir eru að verða verri en Liverpool stuðningsmennirnir"
Arsenal fagnar marki gegn Crystal Palace.
Arsenal fagnar marki gegn Crystal Palace.
Mynd: EPA
Það var mikil jákvæðni í garð Arsenal fyrir leiktíðina og ekki minnkaði hún eftir fyrsta leik tímabilsins þar sem liðið fór með sigur af hólmi gegn Crystal Palace, 0-2.

Íslenskt stuðningsfólk Arsenal hefur látið vel í sér heyra á síðustu vikum og er mikil trú á því að eitthvað gott muni gerast eftir afar mögur ár.

Það var aðeins komið inn á Arsenal í sérstökum hlaðvarpsþætti um Chelsea á dögunum. Þá var rætt um leik liðanna á undirbúningstímabilinu þar sem Arsenal fór með sigur af hólmi, 4-0.

„Þeir eru farnir að tala um að taka allt galleríið," sagði Stefán Marteinn Ólafsson í þættinum og tók Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, undir það.

„Þeir eru að verða verri en Liverpool stuðningsmennirnir," sagði Damir en stuðningsmenn Arsenal hafa verið ansi hátt uppi síðustu daga.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Spáin fyrir enska - 5. sæti - „Besti norski knattspyrnumaðurinn í heiminum"
Enski boltinn - Chelsea aldrei neðar en í þriðja sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner