Ola Aina, bakvörður Nottingham Forest, verður frá næstu þrjá mánuðina.
Aina varð fyrir meiðslum aftan í læri í landsleik með Nígeríu á dögunum. Hann haltraði út af þegar Nígería gerði jafntefli við Suður-Afríku.
Aina varð fyrir meiðslum aftan í læri í landsleik með Nígeríu á dögunum. Hann haltraði út af þegar Nígería gerði jafntefli við Suður-Afríku.
Núna er hann búinn að fara í skoðanir og það hefur komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.
Það er núna ljóst að hann spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári.
Ange Postecoglou, nýr stjóri Forest, getur því ekki nota Aina til að byrja með en bakvörðurinn var stórkostlegur á síðasta tímabili og var lykilmaður í liðinu hans Nuno Espirito Santo.
Athugasemdir