
Lokaumferð 2. deildar karla verður leikin í heild sinni á morgun. Það eru þrjú lið að berjast um að fara upp og svo þrjú lið að berjast við falldrauginn á hinum enda töflunnar.
Við fengum Arnar Pálma Kristjánsson, fyrirliða Völsungs, til að spá í leikina í lokaumferðinni. Hann flaug upp úr þessari deild með Húsvíkingum í fyrra.
Við fengum Arnar Pálma Kristjánsson, fyrirliða Völsungs, til að spá í leikina í lokaumferðinni. Hann flaug upp úr þessari deild með Húsvíkingum í fyrra.
Grótta 1 - 1 Þróttur Vogum (14:00 á morgun)
Risa leikur, gerast ekki mikið stærri. Þróttur drullunálægt því að fara upp í fyrra en fara upp núna, komast yfir í fyrri hálfleik og halda alveg þangað til í lokin þegar Grótta jafnar en það verður aðeins of seint fyrir Gróttumenn.
KFG 3 - 4 KFA (14:00 á morgun)
Liðin munu skiptast á að skora þangað til á svona 70. mínútu en þá kemur sigurmarkið frá KFA.
Dalvík/Reynir 2 - 1 Víkingur Ó. (14:00 á morgun)
Áki Sölva setur bæði mörkin fyrir Dalvík/Reyni og þeir komast 2-0 yfir. Víkingur herja síðan á þá og ná inn einu marki en að lokum klára Dalvík/Reynir leikinn.
Kári 3 - 1 Haukar (14:00 á morgun)
Ekkert undir hjá Haukum og Kári ná í sigurinn til þess að halda þeim í deildinni, sýna að það er ekkert grín að mæta í þessa höll.
Víðir 0 - 2 Ægir (14:00 á morgun)
Bæði lið þurfa helst sigur, verður mikið spilaður á vallarhelmingi Víðis en eftir frábæran varnarleik hjá Víði í svona 60 mínútur brotna þeir og Ægismenn klára leikinn endanlega á 78. mínútu og tryggja sér í Lengjudeildina.
Höttur/Huginn 2 - 1 Kormákur/Hvöt (15:00 á morgun)
Því miður fyrir vin minn Ívar Arnbro eru hans gömlu félagar nú þegar fallnir, en ég ætla að spá þeim sigri í lokaleiknum. Sé alveg remontada í kortunum.
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna fyrir lokaumferðina.
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur V. | 21 | 13 | 3 | 5 | 32 - 22 | +10 | 42 |
2. Ægir | 21 | 13 | 2 | 6 | 57 - 33 | +24 | 41 |
3. Grótta | 21 | 12 | 5 | 4 | 45 - 25 | +20 | 41 |
4. Kormákur/Hvöt | 21 | 10 | 2 | 9 | 31 - 35 | -4 | 32 |
5. Dalvík/Reynir | 21 | 9 | 4 | 8 | 35 - 25 | +10 | 31 |
6. KFA | 21 | 9 | 4 | 8 | 51 - 43 | +8 | 31 |
7. Haukar | 21 | 9 | 4 | 8 | 35 - 38 | -3 | 31 |
8. Víkingur Ó. | 21 | 8 | 4 | 9 | 41 - 37 | +4 | 28 |
9. KFG | 21 | 6 | 4 | 11 | 36 - 50 | -14 | 22 |
10. Kári | 21 | 7 | 0 | 14 | 30 - 54 | -24 | 21 |
11. Víðir | 21 | 5 | 5 | 11 | 31 - 38 | -7 | 20 |
12. Höttur/Huginn | 21 | 4 | 5 | 12 | 25 - 49 | -24 | 17 |
Athugasemdir