Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi Lyngby ræddur innan KSÍ en tímsetningin ekki góð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var á dögunum orðaður við þjálfarastarfið hjá Lyngby. Það var ekki í fyrsta skiptið sem hann hefur verið orðaður við starfið hjá danska félaginu.

Fótbolti.net ræddi við Jörund Áka Sveinsson, yfirmann fótboltamála hjá KSÍ, í gær og var hann spurður út í Davíð og áhuga Lyngby.

Er þetta eitthvað sem hann ræddi við þig varðandi hvort hann megi fara í viðræður við félagið eða ekki?

„Við ræddum þetta hér, já, bæði ég og hann og svo komu Eysteinn (framkvæmdastjóri KSÍ) og Þorvaldur (formaður KSÍ) inn í umræðurnar líka. Við töldum á þessum tímapunkti, þegar Lyngby vildi fara í viðræður, að við værum inn í miðju verkefni og það væri ekki til umræðu af okkar hálfu. Við vorum að hefja undankeppni HM, stundum er það þannig að tímasetningin er ekki góð og stundum er hún betri. Í þetta skiptið var hún bara ekki góð og þar við situr," segir Jörundur.
Athugasemdir