Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2020 14:16
Magnús Már Einarsson
Zoltan Gera verður á bekknum hjá Ungverjum í kvöld
Icelandair
Gera í leiknum gegn Íslandi í Marseille árið 2016.
Gera í leiknum gegn Íslandi í Marseille árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Zoltan Gera, fyrrum miðjumaður ungverska landsliðsins, verður á bekknum sem hluti af þjálfarateyminu í leiknum gegn Íslandi í kvöld.

Marco Rossi, þjálfari Ungverja, greindist með kórónuveiruna í gær og í síðustu viku greindist Cosimo Inguscio einnig með veiruna en hann er líka í þjálfarateyminum.

Hinn 41 árs gamli Gera er í dag þjálfari U21 landsliðs Ungverja en hann mun hjálpa liðinu í kvöld og vera hluti af þjálfarateyminu.

Gera lagði skóna á hilluna árið 2018 og var í kjölfarið aðstoðarþjálfari A-landsliðs Ungverja um tíma áður en hann tók við U21 liðinu.

Gera spilaði 97 landsleiki á ferli sínum en hann var meðal annars í liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Ísland á EM árið 2016. Gera var öflugur miðjumaður á ferli sínum en hann lék bæði með WBA og Fulham á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner