Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mið 13. janúar 2021 22:06
Aksentije Milisic
England: Cavaleiro tryggði nýliðunum stig gegn Tottenham
Tottenham 1 - 1 Fulham
1-0 Harry Kane ('25 )
1-1 Ivan Cavaleiro ('74 )

Síðari leik kvöldins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en þar áttust við Tottenham Hotspur og Fulham í Lundúndarslag.

Tottenham byrjaði leikinn betur og sótti meira en Alphonse Areola stóð vaktina mjög vel í marki gestanna.

Hann kom þó engum vörnum við á 25. mínútu þegar Harry Kane skoraði. Sergio Reguilon áttu þá gullfallega fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á Kane sem stangaði boltann í netið.

Staðan var 1-0 í hálfleik og átti Heung-Min Son skot í stöngina úr dauðafæri í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Fulham spilaði vel í síðari hálfleiknum og átti sínar sóknir og ein þannig endaði með fallegu marki.

Ademola Lookman, sem kom inn á sem varamaður, átti þá fyrirgjöf frá hægri og Ivan Cavaleiro reis manna hæst og skallaði boltann framhjá Hugo Lloris í markinu og staðan því orðin 1-1.

Sigurinn gat dottið báðu megin í lokin og Tottenham tókst að koma knettinum í netið á 89. mínútu en Son var flaggaður rangstæður í aðdragandanum.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Tottenham er í 6. sæti deildarinnar með 30 stig en Fulham er í því 18 með tólf stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Chelsea 21 8 8 5 34 23 +11 32
7 Man Utd 21 8 7 6 34 31 +3 31
8 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
9 Newcastle 21 8 5 8 29 26 +3 29
10 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
11 Fulham 21 8 5 8 29 30 -1 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Tottenham 21 7 7 7 30 26 +4 28
14 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
15 Leeds 21 6 7 8 28 34 -6 25
16 Bournemouth 21 5 9 7 33 40 -7 24
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 Burnley 21 4 3 14 21 39 -18 15
19 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner