Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 13. janúar 2023 14:16
Elvar Geir Magnússon
Ósáttur með hugarfar Trossard sem spilar ekki gegn Liverpool
Leandro Trossard.
Leandro Trossard.
Mynd: EPA
Roberto de Zerbi.
Roberto de Zerbi.
Mynd: EPA
Framtíð Leandro Trossard, sóknarleikmanns Brighton, er í óvissu og ljóst að hann spilar ekki á morgun gegn Liverpool.

Trossard hefur verið að glíma við einhver kálfameiðsli en Daily Mail sagði frá því að hann hafi ekki æft með liðsfélögum sínum síðustu daga vegna ákvarðanar stjórans Roberto De Zerbi sem er óánægður með hugarfar leikmannsins.

Brighton vildi ekki svara fyrirspurn blaðsins varðandi Trossard en á fréttamannafundi í dag ræddi De Zerbi um málið.

„Trossard verður ekki með í komandi leik. Á æfingu fyir síðasta leik, þegar hann komst að því að hann ætti ekki að spila, þá yfirgaf hann æfinguna án þess að segja nokkuð við mig. Ég sagði við hann að ég væri ósáttur við þessa framkomu," segir De Zerbi.

„Hann veit hvað ég fer fram á, ef hann vill spila fyrir mig þarf hann að sýna vinnusemi, hann þarf að hlaupa og hugarfarið þarf að vera rétt."

Það eru auknar líkur á því að Trossard yfirgefi Brighton, ef ekki núna í janúar þá í sumarglugganum.

Tottenham er meðal félaga sem hafa áhuga á Trossard en samningur leikmannsins rennur út í sumar. Brighton ku þó geta virkjað ákvæði um framlengingu um eitt ár til viðbótar.

Trossard var ekki með í 5-1 sigri gegn Middlesbrough í bikarnum á laugardag en De Zerbi sagði ástæðuna vera meiðsli.

Síðan Trossard gekk í raðir Brighton frá Genk árið 2019 hefur Trossard skorað 25 mörk og átt 14 stoðsendingar fyrir félagið.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner