Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er spenntur fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni og fór aðeins fyrir stöðuna á hópnum, auglýsinguna og marg annað í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Breiðablik er spáð öðru sæti Bestu deildarinnar en þjálfarar og fyrirliðar spá fyrir um deildina, þá er liðinu einnig spáð öðru sætinu hér á Fótbolta.net.
„Mér líst bara ágætlega á það. Ég hef ekki lagt það í vana minn að spá mikið hvar okkur er spáð. Þetta er meira bara dægradvöl og skemmtiefni heldur en að endurspegla einhverjar staðreyndir. Þetta er bara spá og alvaran byrjar á þriðjudaginn og þá þurfum við að standa okkur," sagði Óskar Hrafn.
Staðan á hópnum er góð. Mikkel Qvist og Elfar Freyr Helgason eru báðir meiddir en annars eru allir aðrir heilir.
„Hún er bara framúrskarandi góð. Allir heilir fyrir utan Ella og Mikkel þannig það er eins og það er. Mikkel verður frá í nokkrar vikur og það lítur þannig út með Ella hann er endanlega með fót meina sinna sem eru frábærar fréttir. Þetta er ágætis staða og margir í verri málum en við."
Óskar lék í frábærri auglýsingu fyrir Bestu-deildina en hann segir það hafa verið hrikalega óþægilegt.
„Mér fannst það mjög óþægilegt. Það er rétt að segja að ég fór út fyrir þægindaramma minn og hef ekki talið sjálfan mig mikinn leikara hingað til. Bara mjög óþægilegt og það var mjög óþægilegt líka, legg ekki í vana minn að horfa á viðtöl við sjálfan mig eða hlusta á sjálfan mig, þannig mjög óþægilegt," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























