Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 13. apríl 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Mér fannst þetta bara mjög óþægilegt
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er spenntur fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni og fór aðeins fyrir stöðuna á hópnum, auglýsinguna og marg annað í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Breiðablik er spáð öðru sæti Bestu deildarinnar en þjálfarar og fyrirliðar spá fyrir um deildina, þá er liðinu einnig spáð öðru sætinu hér á Fótbolta.net.

„Mér líst bara ágætlega á það. Ég hef ekki lagt það í vana minn að spá mikið hvar okkur er spáð. Þetta er meira bara dægradvöl og skemmtiefni heldur en að endurspegla einhverjar staðreyndir. Þetta er bara spá og alvaran byrjar á þriðjudaginn og þá þurfum við að standa okkur," sagði Óskar Hrafn.

Staðan á hópnum er góð. Mikkel Qvist og Elfar Freyr Helgason eru báðir meiddir en annars eru allir aðrir heilir.

„Hún er bara framúrskarandi góð. Allir heilir fyrir utan Ella og Mikkel þannig það er eins og það er. Mikkel verður frá í nokkrar vikur og það lítur þannig út með Ella hann er endanlega með fót meina sinna sem eru frábærar fréttir. Þetta er ágætis staða og margir í verri málum en við."

Óskar lék í frábærri auglýsingu fyrir Bestu-deildina en hann segir það hafa verið hrikalega óþægilegt.

„Mér fannst það mjög óþægilegt. Það er rétt að segja að ég fór út fyrir þægindaramma minn og hef ekki talið sjálfan mig mikinn leikara hingað til. Bara mjög óþægilegt og það var mjög óþægilegt líka, legg ekki í vana minn að horfa á viðtöl við sjálfan mig eða hlusta á sjálfan mig, þannig mjög óþægilegt," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner