Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   sun 13. apríl 2025 20:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 FH

„Við vorum næst bestir í dag en byrjuðum reyndar fínt. Við áttum möguleika en svo tók Vestri yfir og við fengum á okkur klaufalegt mark. Það er erfitt að spila þegar þú lendir undir á móti Vestra, þeir spila þéttan og sterkan varnarleik," sagði Heimir.

Margir sterkir leikmenn liðsins eru ekki tilbúnir að spila heilan leik. Kristján Flóki Finnbogason og Björn Daníel Sverrisson voru sem dæmi meðal varamanna.

„Liðið er fullmannað. Það er þannig að þegar þeir ætla að spila þá verða þeir að vera klárir að spila 90 mínútur. Það eru leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það og þá er betra að þeir komi af bekknum," sagði Heimir.

FH hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.

„Við þurfum að standa saman og halda áfram, það er lítið búið af þessu. Við þurfum að sleikja sárin og standa saman og halda áfram," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner