Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 13. apríl 2025 20:33
Haraldur Örn Haraldsson
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV hefði viljað fara með öll þrjú stigin úr Mosfellsbænum en þeir gerðu 0-0 jafntefli við Aftureldingu í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Þetta var bara stál í stál. Við fengum náttúrulega besta færið í fyrri hálfleik þannig manni fannst eins og við ættum að vera yfir. Það var samt svona jafnræði með liðunum. Við fengum náttúrulega urmul af færum í seinni hálfleik til þess að klára leikinn þannig að maður er pínu svekktur að hafa ekki klárað þetta."

Þetta var nýliðaslagur og ef þessi lið ætla sér að halda sér í deildinni getur reynst slæmt að sigra ekki hina nýliðina. Þorlákur horfir hinsvegar ekki á það þannig og segist bera mikla virðingu fyrir Aftureldingu.

„Ég er ekkert að ætlast til þess að við séum að vinna þá alla daga vikunnar. Það var sannarlega í boði í dag, fyrst og fremst af því við áttum bara mjög góðan leik. Þess vegna er það svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn."

Félagsskipta glugginn er opinn en það gæti vel verið að ÍBV bætir við leikmönnum áður en hann lokar.

„Á meðan glugginn er opinn þá skoðum við það. Sérstaklega þar sem við settum liðið svolítið saman á síðustu stundu. Þannig það er ekkert í pípunum en við munum klárlega skoða það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner