Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 13. maí 2021 22:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Gerðum nóg til að fá stig hérna á venjulegum degi
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsótti Íslandsmeistara Vals í kvöld á Origo vellinum þegar þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla hélt áfram göngu sinni.

HK spilaði virkilega vel í leiknum en fékk á sig virkilega súrt mark frá Valsmönnum í uppbótartíma.

„Mjög súrt tap, það er klárt. Það er alltaf súrt að fá á sig mark í lokin og það gerir þetta aðeins súrara en það sem gerir þetta virkilega súrt er að við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

„Ég held að við hefðum átt að fá víti þegar Örvar fer niður í teignum. Áttum mögulega að fá víti þegar Arnþóri er haldið í horni, Pedersen er ekkert að hugsa um boltann. Við áttum að fá aukaspyrnu á undan þriðja markinu og þarna klikkar dómarinn á stóru atvikunum en heilt yfir var hann fínn og með ágætis tök á leiknum."

Þrátt fyrir svekkjandi tap er fullt jákvætt fyrir HK til þess að taka úr þessum leik.

„Já, við spiluðum vel og komum vel gíraðir í leikinn og við féllum kannski á því í síðasta leik gegn Fylki að byrja ekki fyrr en í hálfleik en við byrjuðum núna frá fyrstu mínútu og héldum góðu skipulagi og héldum fókus í 90 mínútur og þú verður að gera það á Valsvellinum og við gerðum nóg myndi ég segja til að fá á venjulegum degi stig hérna á Valsvelli."

Einhverjir hafa haft áhyggjur af framherjamálum HK en Stefán Ljubicic hefur heldur betur stigið upp í síðustu leikjum.

„Já, hann hefur gert það og er í hörku formi og við erum með hann og við erum með Jonna, við erum með Bjarna, við erum með Bidda og Geira mögulega á köntunum og við erum ekki í neinum vandræðum fram á við eða á köntunum."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner