Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   fim 13. maí 2021 22:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Gerðum nóg til að fá stig hérna á venjulegum degi
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsótti Íslandsmeistara Vals í kvöld á Origo vellinum þegar þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla hélt áfram göngu sinni.

HK spilaði virkilega vel í leiknum en fékk á sig virkilega súrt mark frá Valsmönnum í uppbótartíma.

„Mjög súrt tap, það er klárt. Það er alltaf súrt að fá á sig mark í lokin og það gerir þetta aðeins súrara en það sem gerir þetta virkilega súrt er að við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

„Ég held að við hefðum átt að fá víti þegar Örvar fer niður í teignum. Áttum mögulega að fá víti þegar Arnþóri er haldið í horni, Pedersen er ekkert að hugsa um boltann. Við áttum að fá aukaspyrnu á undan þriðja markinu og þarna klikkar dómarinn á stóru atvikunum en heilt yfir var hann fínn og með ágætis tök á leiknum."

Þrátt fyrir svekkjandi tap er fullt jákvætt fyrir HK til þess að taka úr þessum leik.

„Já, við spiluðum vel og komum vel gíraðir í leikinn og við féllum kannski á því í síðasta leik gegn Fylki að byrja ekki fyrr en í hálfleik en við byrjuðum núna frá fyrstu mínútu og héldum góðu skipulagi og héldum fókus í 90 mínútur og þú verður að gera það á Valsvellinum og við gerðum nóg myndi ég segja til að fá á venjulegum degi stig hérna á Valsvelli."

Einhverjir hafa haft áhyggjur af framherjamálum HK en Stefán Ljubicic hefur heldur betur stigið upp í síðustu leikjum.

„Já, hann hefur gert það og er í hörku formi og við erum með hann og við erum með Jonna, við erum með Bjarna, við erum með Bidda og Geira mögulega á köntunum og við erum ekki í neinum vandræðum fram á við eða á köntunum."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner