Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 13. maí 2021 22:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Gerðum nóg til að fá stig hérna á venjulegum degi
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsótti Íslandsmeistara Vals í kvöld á Origo vellinum þegar þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla hélt áfram göngu sinni.

HK spilaði virkilega vel í leiknum en fékk á sig virkilega súrt mark frá Valsmönnum í uppbótartíma.

„Mjög súrt tap, það er klárt. Það er alltaf súrt að fá á sig mark í lokin og það gerir þetta aðeins súrara en það sem gerir þetta virkilega súrt er að við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

„Ég held að við hefðum átt að fá víti þegar Örvar fer niður í teignum. Áttum mögulega að fá víti þegar Arnþóri er haldið í horni, Pedersen er ekkert að hugsa um boltann. Við áttum að fá aukaspyrnu á undan þriðja markinu og þarna klikkar dómarinn á stóru atvikunum en heilt yfir var hann fínn og með ágætis tök á leiknum."

Þrátt fyrir svekkjandi tap er fullt jákvætt fyrir HK til þess að taka úr þessum leik.

„Já, við spiluðum vel og komum vel gíraðir í leikinn og við féllum kannski á því í síðasta leik gegn Fylki að byrja ekki fyrr en í hálfleik en við byrjuðum núna frá fyrstu mínútu og héldum góðu skipulagi og héldum fókus í 90 mínútur og þú verður að gera það á Valsvellinum og við gerðum nóg myndi ég segja til að fá á venjulegum degi stig hérna á Valsvelli."

Einhverjir hafa haft áhyggjur af framherjamálum HK en Stefán Ljubicic hefur heldur betur stigið upp í síðustu leikjum.

„Já, hann hefur gert það og er í hörku formi og við erum með hann og við erum með Jonna, við erum með Bjarna, við erum með Bidda og Geira mögulega á köntunum og við erum ekki í neinum vandræðum fram á við eða á köntunum."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner