Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 13. maí 2021 22:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Gerðum nóg til að fá stig hérna á venjulegum degi
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsótti Íslandsmeistara Vals í kvöld á Origo vellinum þegar þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla hélt áfram göngu sinni.

HK spilaði virkilega vel í leiknum en fékk á sig virkilega súrt mark frá Valsmönnum í uppbótartíma.

„Mjög súrt tap, það er klárt. Það er alltaf súrt að fá á sig mark í lokin og það gerir þetta aðeins súrara en það sem gerir þetta virkilega súrt er að við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

„Ég held að við hefðum átt að fá víti þegar Örvar fer niður í teignum. Áttum mögulega að fá víti þegar Arnþóri er haldið í horni, Pedersen er ekkert að hugsa um boltann. Við áttum að fá aukaspyrnu á undan þriðja markinu og þarna klikkar dómarinn á stóru atvikunum en heilt yfir var hann fínn og með ágætis tök á leiknum."

Þrátt fyrir svekkjandi tap er fullt jákvætt fyrir HK til þess að taka úr þessum leik.

„Já, við spiluðum vel og komum vel gíraðir í leikinn og við féllum kannski á því í síðasta leik gegn Fylki að byrja ekki fyrr en í hálfleik en við byrjuðum núna frá fyrstu mínútu og héldum góðu skipulagi og héldum fókus í 90 mínútur og þú verður að gera það á Valsvellinum og við gerðum nóg myndi ég segja til að fá á venjulegum degi stig hérna á Valsvelli."

Einhverjir hafa haft áhyggjur af framherjamálum HK en Stefán Ljubicic hefur heldur betur stigið upp í síðustu leikjum.

„Já, hann hefur gert það og er í hörku formi og við erum með hann og við erum með Jonna, við erum með Bjarna, við erum með Bidda og Geira mögulega á köntunum og við erum ekki í neinum vandræðum fram á við eða á köntunum."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner