Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fim 13. maí 2021 22:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Gerðum nóg til að fá stig hérna á venjulegum degi
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK heimsótti Íslandsmeistara Vals í kvöld á Origo vellinum þegar þriðja umferð Pepsi Max-deildar karla hélt áfram göngu sinni.

HK spilaði virkilega vel í leiknum en fékk á sig virkilega súrt mark frá Valsmönnum í uppbótartíma.

„Mjög súrt tap, það er klárt. Það er alltaf súrt að fá á sig mark í lokin og það gerir þetta aðeins súrara en það sem gerir þetta virkilega súrt er að við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

„Ég held að við hefðum átt að fá víti þegar Örvar fer niður í teignum. Áttum mögulega að fá víti þegar Arnþóri er haldið í horni, Pedersen er ekkert að hugsa um boltann. Við áttum að fá aukaspyrnu á undan þriðja markinu og þarna klikkar dómarinn á stóru atvikunum en heilt yfir var hann fínn og með ágætis tök á leiknum."

Þrátt fyrir svekkjandi tap er fullt jákvætt fyrir HK til þess að taka úr þessum leik.

„Já, við spiluðum vel og komum vel gíraðir í leikinn og við féllum kannski á því í síðasta leik gegn Fylki að byrja ekki fyrr en í hálfleik en við byrjuðum núna frá fyrstu mínútu og héldum góðu skipulagi og héldum fókus í 90 mínútur og þú verður að gera það á Valsvellinum og við gerðum nóg myndi ég segja til að fá á venjulegum degi stig hérna á Valsvelli."

Einhverjir hafa haft áhyggjur af framherjamálum HK en Stefán Ljubicic hefur heldur betur stigið upp í síðustu leikjum.

„Já, hann hefur gert það og er í hörku formi og við erum með hann og við erum með Jonna, við erum með Bjarna, við erum með Bidda og Geira mögulega á köntunum og við erum ekki í neinum vandræðum fram á við eða á köntunum."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner