„Ég fékk brjálaða veirusýkingu. Ég hélt að ljósin væru að slökkna, ég hélt að þetta yrði mitt síðasta. Ég var kvalinn í rúminu mínu og gat ekki einu sinni opnað augun," segir sparkspekingurinn Rio Ferdinand.
Ferdinand birti meðfylgjandi mynd í síðustu viku þar sem hann er liggjandi í sjúkrahúsrúmi eftir að hafa hafa fengið svæsna veiru.
Ferdinand birti meðfylgjandi mynd í síðustu viku þar sem hann er liggjandi í sjúkrahúsrúmi eftir að hafa hafa fengið svæsna veiru.
Þessi fyrrum varnarmaður Manchester United átti að vera sérfræðingur í útsendingu frá leik Paris Saint-Germain og Arsenal í Meistaradeildinni en lá á sjúkrahúsi í nokkra daga.
„Hausverkurinn sem ég fékk, það snerist allt í hringi og ég hélt að augun á mér myndu poppa út. Svo kastaði ég upp á salerninu, ég fór aftur upp í rúm og fékk svima. Ég vissi ekki hvar ég var. Þetta var brjálæði."
Ferdinand virðist búinn að jafna sig en hann hefur gefið út nýjan þátt af hlaðvarpi sínu og mun snúa aftur í sjónvarpsvinnuna.
Athugasemdir