Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas byrjaður að spila aftur eftir 10 erfiða mánuði
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen er byrjaður að spila aftur með unglingaliðum Real Madrid á Spáni. Hann greinir frá þessu á Instagram.

„Fyrsti alvöru leikurinn eftir 10 erfiða mánuði. Þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu mér í endurhæfingunni," skrifaði Andri.

Andri fór í ágúst á síðasta ári í aðgerð á hné. Hann sleit sleit krossband á æfingu með unglingaliði Real Madrid og gekkst undir aðgerð vegna þess.

Hann hefur síðustu 10 mánuði verið í endurhæfingu og núna er hann mættur aftur á fótboltavöllinn sem eru gríðarlega jákvæðar fréttir.

Andri gekk til liðs við Real Madrid frá Espanyol árið 2018. Hann og Daníel Tristan, bróðir hans, spila með unglingaliðum félagsins.

Andri er 19 ára og einn af efnilegustu leikmönnum þjóðarinnar. Hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, sem er einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi. Eiður er núna aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.


Athugasemdir
banner
banner