Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 11:21
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Menn voru í engu standi til að spila þennan leik
Christian Eriksen er á Rigshospitalet sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.
Christian Eriksen er á Rigshospitalet sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.
Mynd: EPA
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
„Þetta var hræðilegur atburður en margt sem hefur gerst í kringum þetta sem maður getur dáðst að. Hugur manns er algjörlega hjá Christian. Það var erfitt að horfa á danska liðið spila þennan seinni hálfleik," sagði Freyr Alexandersson í samantektarþætti EM á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Þar var rætt um Christian Eriksen sem barðist fyrir lífi sínu í lok fyrri hálfleiks í leik Danmörku og Finnlands á EM alls staðar. Útlit var fyrir að leiknum yrði frestað en leikmenn ákváðu að klára leikinn seinna um kvöldið.

Í EM í dag var því velt upp hvernig hafi verið fyrir leikmenn að mæta aftur til leiks eftir þetta. Freyr segir að dönsku leikmennirnir hafi augljóslega ekki verið þeir sjálfir.

„Þeir höfðu valið, í öllum þessum tilfinningarússíbana og eftir að hafa talað við Christian í gegnum samskiptabúnað. Hann segir við þá að hans vilji sé að þeir fari aftur út á völl og klári verkið. Danirnir voru miklu betri en Finnarnir í fyrri hálfleik og það voru öll teikn á lofti um að þeir myndu vinna þennan leik. Það er auðvelt að sitja hérna í sófanum eftir þennan leik og segja að þetta hafi verið kolröng ákvörðun," segir Freyr.

Staðan var markalaus þegar leikurinn hélt áfram en Finnar skoruðu svo eina markið, Danirnir fengu vítaspyrnu til að jafna en klúðruðu henni og 1-0 sigur Finna staðreynd. Dönsku leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér.

„Mennirnir voru í engu standi til að spila leikinn og það sést í stórum ákvörðunum. Í fyrsta lagi í markinu sem þeir fá á sig þar sem Simon Kjær, leiðtoginn í vörninni, gerir ekki það sem hann er vanur og Andreas Christensen og Kasper Schmeichel eru ólíkir sjálfum sér. Svo þetta víti þar sem Pierre-Emile Höjbjerg var í engu standi til að taka spyrnuna, hann var fjarverandi. Christian Eriksen er vítaskytta liðsins," sagði Freyr.

„Þetta er dýrt tap upp á mótið að gera en eftir svona dag þá skiptir það kannski bara engu máli."

„Það getur enginn sett sig í þeirra spor, hvernir þeim líður núna. Miðað við þennan hóp, ef Christian Eriksen hefur það ágætt næstu daga þá mun þetta þjappa liðinu saman. Þeir munu spila næstu tvo leiki fyrir hann og af mikilli ástríðu. Vonandi ná þeir fram þeim gæðum sem eru í þessu fótboltaliði."


Athugasemdir
banner
banner
banner