Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 13. júlí 2020 21:57
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Menn skulu varast að dæma okkur af þessum leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn þjálfari Blika sá sína menn í fyrsta sinn tapa leik þegar þeir mættu á Meistaravelli í kvöld.  KR skoruðu 2 mörk á fyrstu mínútunum og teiknuðu handrit leiksins upp þar.

"Það má færa sterk rök fyrir því. Það væri örugglega hægt að finna 20 - 30 skýringar á því en ég er ekki með þær á takteinunum. Við bara vorum ekki klárir. Á móti liði eins og KR þá verður þér sennilega refsað fyrir það og við fengum það í andlitið. Mér fannst við vera að komast yfir þá brekku en þriðja markið drepur leikinn."

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Breiðablik

Breiðablik var í þeirri skondnu stöðu í kvöld þriðja leikinn í röð að spila við lið sem er að koma úr lengra hléi vegna Covid19.  Hafði það áhrif?

"Eðli málsins samkvæmt er sjálfsagt betra að fá 9 daga hlé en spila þrjá leiki á sama tíma. Ég upplifði það að mínir menn væru þreyttir og orkulausir en ég ætla ekki að kenna því um.

KR vann mótið í fyrra með 14 stigum og í mínum huga var það alltaf ljóst að þeir eru liðið sem þarf að vinna til að ná titlinum. Þeir eiga eftir að koma á Kópavogsvöllinn og á fleiri staði.  Þetta er flókin deild og mörg góð lið, miklu fleiri en margir vilja meina."


Fyrsti tapleikur hans sem þjálfari Breiðabliks, gaf hann honum upplýsingar um sitt lið sem hann ekki hefur séð hingað til í mótinu.

"Auðvitað sérðu einhverja hluti en fyrst og síðast sérðu að þetta eru menn sem eru búnir að leggja mikið á sig og menn skulu varast að dæma þá á frammistöðu þessa leiks og kasta þeim fyrir strætó."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir