Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
   mán 13. júlí 2020 21:57
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Menn skulu varast að dæma okkur af þessum leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn þjálfari Blika sá sína menn í fyrsta sinn tapa leik þegar þeir mættu á Meistaravelli í kvöld.  KR skoruðu 2 mörk á fyrstu mínútunum og teiknuðu handrit leiksins upp þar.

"Það má færa sterk rök fyrir því. Það væri örugglega hægt að finna 20 - 30 skýringar á því en ég er ekki með þær á takteinunum. Við bara vorum ekki klárir. Á móti liði eins og KR þá verður þér sennilega refsað fyrir það og við fengum það í andlitið. Mér fannst við vera að komast yfir þá brekku en þriðja markið drepur leikinn."

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Breiðablik

Breiðablik var í þeirri skondnu stöðu í kvöld þriðja leikinn í röð að spila við lið sem er að koma úr lengra hléi vegna Covid19.  Hafði það áhrif?

"Eðli málsins samkvæmt er sjálfsagt betra að fá 9 daga hlé en spila þrjá leiki á sama tíma. Ég upplifði það að mínir menn væru þreyttir og orkulausir en ég ætla ekki að kenna því um.

KR vann mótið í fyrra með 14 stigum og í mínum huga var það alltaf ljóst að þeir eru liðið sem þarf að vinna til að ná titlinum. Þeir eiga eftir að koma á Kópavogsvöllinn og á fleiri staði.  Þetta er flókin deild og mörg góð lið, miklu fleiri en margir vilja meina."


Fyrsti tapleikur hans sem þjálfari Breiðabliks, gaf hann honum upplýsingar um sitt lið sem hann ekki hefur séð hingað til í mótinu.

"Auðvitað sérðu einhverja hluti en fyrst og síðast sérðu að þetta eru menn sem eru búnir að leggja mikið á sig og menn skulu varast að dæma þá á frammistöðu þessa leiks og kasta þeim fyrir strætó."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner