Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 13. júlí 2022 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Dreymdi um að vera boltasækir - Glöð að sonurinn fái svona upplifun
Icelandair
Dagný og sonur hennar eftir leikinn gegn Belgíu.
Dagný og sonur hennar eftir leikinn gegn Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru mjög skemmtilegar myndir sem birtust eftir leik Íslands og Belgíu á dögunum.

Þetta var fyrsti leikur Íslands á EM í sumar og endaði hann með 1-1 jafntefli.

Það eru fimm mæður í okkar liði, en það er ekkert annað lið með eins margar mæður í sínum hóp á EM í sumar. Þær eru miklar fyrirmyndir fyrir aðrar fótboltakonur á hæsta stigi leiksins.

Eftir leik fengu börn leikmanna að koma inn á völlinn og upplifa mjög skemmtilega stund með mæðrum sínum

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona, var spurð út í þessa stund sem hún átti með syni sínum á fréttamannnafundi í dag. Hún er glöð með að sonur sinn hafi fengið að upplifa svona skemmtilega og stóra stund með móður sinni á Evrópumótinu í fótbolta.

„Þetta var ótrúlega gaman, og gaman að geta gefið honum þetta tækifæri," sagði Dagný.

„Draumur minn þegar ég var lítil var að vera boltasækjari eða leiða inn á og ég fékk það aldrei. Það er gaman að geta gefið honum stórar upplifanir, eitthvað sem mig dreymdi um sem barni. Hann kom upp á hótel fyrir leik en annars var ég ekki búin að hitta hann í tvær vikur."

„Það er ótrúlega gaman að ná nokkrum mínútum með honum inn á vellinum."

Sjá einnig:
Minningar sem munu seint gleymast
Athugasemdir
banner
banner
banner