Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 17:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH að fá bakvörð erlendis frá?
Hendrickx í leik með FH.
Hendrickx í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur.
Birkir Valur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson vill fá inn leikmann.
Heimir Guðjónsson vill fá inn leikmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH ætlar sér að fá hægri bakvörð fyrir gluggalok. Ástbjörn Þórðarson fór í KR í síðustu viku og Hörður Ingi Gunnarsson fór til Vals í vor og var svo keyptur alfarið núna í sumar. Þá fór hinn fjölhæfi Gyrðir Hrafn Guðbrandsson einnig til KR.

FH-ingar eru því ansi þunnskipaðir í hægri bakvarðarstöðunni og sagði Davíð Þór Viðarsson. yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net í síðustu viku að FH-ingar væru að leita að hægri bakverði.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði svo eftirfarandi í viðtali við Stöð2Sport í gær þegar hann var spurður út í nýjan hægri bakvörð:

„Ég er að vona að við klárum það í kvöld eða á morgun. Það er alveg ljóst að ef við ætlum að vera í keppni um þetta Evrópusæti eins og markmiðið var fyrir mótið og talað um að við ætluðum að gera, þá verðum við að klára það."

„Er það erlendur leikmaður?" spurði Gunnlaugur Jónsson.

„Annað hvort erlendur eða íslenskur," sagði Heimir.

FH er sterklega orðað við Birki Val Jónsson, leikmann HK, en Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Birkir færi ekki fyrir gluggalok.

Þá hefur FH verið orðað við Jonathan Hendrickx, belgíska bakvörðinn sem lék með liðinu á árunum 2014-2017. Í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá sögðust menn hafa heyrt af því að munnlegt samkomulag við Hendricx hefði verið í höfn en hann hefði svo ekki komið með fluginu sem bókað var fyrir hann.

Þá hefur FH verið orðað við ónefndan bakvörð frá Danmörku og spurning hvort að það verði svo leikmaðurinn sem endar í FH áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner