Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH í leit að hægri bakverði - Vilja 1-2 leikmenn fyrir gluggalok
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki mættur aftur í Krikann.
Kristján Flóki mættur aftur í Krikann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur fækkað um tvo leikmenn hjá FH í glugganum: Úlfur Ágúst Björnsson er farinn út í háskóla og þeir Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Ástbjörn Þórðarson eru farnir til KR. Á móti fékk FH Kristján Flóka Finnbogason frá KR.

FH ætlar sér að fá inn allavega einn leikmann í glugganum, mögulega tvo.

„Við erum að reyna ná í 1-2 leikmenn áður en glugginn lokar," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net í dag.

„Við erum með stóran og breiðan hóp og í baráttu um að komast í fyrsta lagi í topp sex og svo vonandi gerum við atlögu af topp 3-4 sætunum."

Efstu þrjú sætin gefa Evrópusæti og svo er fjórða sætið í gegnum bikarinn. Ef KA vinnur bikarinn og er ekki á meðal topp þriggja liðanna þá fær fjórða sæti deildarinnar ekki Evrópusæti.

Í leit að hægri bakverði
„Við erum náttúrulega búnir að missa tvo hægri bakverði, bæði Ásta og Hödda (Hörð Inga Gunnarsson). Við erum að reyna fylla í það skarð."

„Við erum líka að skoða markaðinn, ef þetta verða tveir leikmenn þá eru nokkrir möguleikar um stöður ef við finnum réttan leikmann á réttum aldri."


Ekki keyptur sem skammtímalausn
FH-ingar vonast til þess að Flóki verði klár eftir rúma viku. „Það gæti tekið aðeins lengri tíma, við fylgjumst vel með og pössum upp á hann. Við gerðum fína læknisskoðun á honum og erum að sjá hvenær hann getur orðið klár. Ef það tekur 2-3 vikur, þá er það allt í lagi, við erum ekki að kaupa hann sem einhverja skammtímalausn. Hann á að geta hjálpað okkur næstu árin og við þurfum að sjá til þess að veita honum umhverfi þar sem hann getur blómstrað af því að hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar."
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner