Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 13. september 2021 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líst vel á dráttinn - „Allt lið sem eru fáránlega góð"
Alveg hörð á því að við eigum að vinna þetta úkraínska lið
Fagnað á fimmtudag þegar sætið í riðlakeppninni var tryggt.
Fagnað á fimmtudag þegar sætið í riðlakeppninni var tryggt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönnn
Þórdís Hrönnn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna. Íslenskt lið var í pottinum í þessari fyrstu riðlakeppni Meistaradeild kvenna í sögunni.

Breiðablik dróst með PSG, Real Madrid og Kharkiv. Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals hér á Fótbolti.net í kjölfarið á drættinum.

„Mér líst bara vel á þennan drátt. Það hefði í sjálfu sér verið fínt að mæta einhverju öðru liði en PSG en auðvitað eru öll þessi lið í efsta styrkleikaflokknum alveg rosalega sterk. Það skiptir ekki öllu máli hvaða lið þú færð þar, þetta eru allt lið sem eru fáránlega góð," sagði Villi.

Breiðablik mætti PSG í Meistaradeildinni tímabilið 2019/20 í 16-liða úrslitum og féll úr leik gegn franska liðinu sem nú er meistari heima fyrir.

„Svo er Real Madrid, þær eru með ungt lið í kvennaboltanum, mjög sterkt lið en samt greinilega ekki komnar á sama stað og Barcelona, miðað við deildina."

„Svo var ég í sambandi við hana Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur] núna bara áðan og hún er alveg hörð á því að við eigum að vinna þetta úkraínska lið. Það er kannski möguleiki að vinna þar. Hitt verður auðvitað mjög erfitt en frábært að vera á þessum stað að vera keppa við þessi lið,"
sagði Villi.

Þórdís Hrönn gekk í raðir Apollon á Kýpur í sumar en hún lék með Breiðabliki fyrri hluta sumars. Kharkiv lagði Apollon að velli í síðustu umferð forkeppninnar.

Nánar var rætt við þjálfarann og verður meira úr viðtalinu birt síðar í dag.
Athugasemdir
banner