Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. september 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Brighton fundar með mönnum í þessari viku
Veðbankar telja Knutsen líklegastan.
Veðbankar telja Knutsen líklegastan.
Mynd: EPA
Brighton mun í þessari viku funda með mönnum áður en tekin verður ákvörðun um hver muni taka við stjórastarfinu af Graham Potter sem lét af störfum til að taka við Chelsea.

Á lista Brighton eru meðal annars hinn norski Kjetil Knutsen sem stýrir Bodö/Glimt og hinn ítalski Roberto De Zerbi sem stýrði Shaktar Donetsk.

Tony Bloom, eigandi Brighton, fundaði með framkvæmdastjóranum Paul Barber og David Weir yfirmanni fótboltamála um mögulega kosti.

Frakkinn Franck Haise, stjóri Lens, er einnig sagður koma til greina. Lens er tveimur stigum frá toppliði PSG í frönsku deildinni en liðið komst upp í efstu deild undir stjórna Haise 2020.

Veðbankar telja að Knutsen sé líklegastur til að fá starfið en hann hefur gert Bodö/Glimt að Noregsmeisturum tvö tímabil í röð. Brighton mun formlega biðja um að ræða við hann á komandi dögum.

De Zerbi yfirgaf Shaktar í júlí, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hann gerði áður áhugaverða hluti með Sassuolo í ítölsku A-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner