Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. september 2022 20:00
Aksentije Milisic
Myndband: Kudus þrumaði knettinum í slánna og inn á Anfield
Matip og Kudus í baráttunni í kvöld.
Matip og Kudus í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA

Þessa stundina er viðureign Liverpool og Ajax í gangi í Meistaradeild Evrópu en staðan er jöfn í hálfleik.


Mohamed Salah kom heimamönnum yfir með góðri afgreiðslu eftir sendingu frá Diogo Jota en gestirnir frá Hollandi náðu að svara tíu mínútum síðar.

Ganverjinn Mohammed Kudus jafnaði þá metin þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum.

Þessi þrælefnilegi leikmaður hefur vakið athygli á þessu tímabili en hann fékk sendingu frá Steven Berghuis og þrumaði knettinum í slánna og inn, gjörsamlega óverjandi fyrir Allison Becker í markinu.

Þetta þrumuskot frá Kudus má sjá með því að smella hérna.

Liverpool þarf sigur í leiknum en liðið tapaði illa gegn Napoli í fyrstu umferð á meðan Ajax valtaði yfir Rangers. Á morgun fer svo fram leikur Rangers og Napoli í Skotlandi.


Athugasemdir
banner
banner