Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 13. september 2024 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gaman, smá blendnar tilfinningar að koma á gamla heimavöllinn, en þetta var bara mjög gaman. Ég hef skorað þau nokkuð hér," segir Anna Rakel Pétursdóttir sem skoraði sigurmark Vals gegn Þór/KA á Greifavellinum í dag.

Anna Rakel er uppalin í KA og þekkir því vel að spila á þessu svæði.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Þetta var hörku leikur frá upphafi til enda og ég er mjög ánægð að við náum þremur stigum og föru með þau heim."

„Það hefði verið fínt að nýta vítið í lokin eða eitthvað af þessum færum sem við fengum, en 1-0 er nóg."


Valur er í tveggja hesta kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en Anna Rakel segir að einbeitingin sé öll á að vinna þá leiki sem liðið á eftir. Það myndi líka auðvitað skila Val titlinum.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gekk framhjá þegar viðtalið var í gangi og laumaði því að þetta hefði verið fyrsta mark Önnu Rakelar á tímablinu.

„Það er haugalýgi! Það er klárlega ánægjulegt að koma sér á blað í deildinni," segir Anna Rakel sem skoraði í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í þessum mánuði. „Kannski er ellin farin að segja til sín," sagði Anna Rakel á léttu nótunum.

Hún segir að það sé alltaf mjög gaman að spila á móti Þór/KA. „Það eru margar vinkonur og fyrrum liðsfélagar í liðinu og það er alltaf mjög gaman hitta þær og spila á móti þeim," sagði Anna Rakel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner