PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   fös 13. september 2024 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gaman, smá blendnar tilfinningar að koma á gamla heimavöllinn, en þetta var bara mjög gaman. Ég hef skorað þau nokkuð hér," segir Anna Rakel Pétursdóttir sem skoraði sigurmark Vals gegn Þór/KA á Greifavellinum í dag.

Anna Rakel er uppalin í KA og þekkir því vel að spila á þessu svæði.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Þetta var hörku leikur frá upphafi til enda og ég er mjög ánægð að við náum þremur stigum og föru með þau heim."

„Það hefði verið fínt að nýta vítið í lokin eða eitthvað af þessum færum sem við fengum, en 1-0 er nóg."


Valur er í tveggja hesta kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en Anna Rakel segir að einbeitingin sé öll á að vinna þá leiki sem liðið á eftir. Það myndi líka auðvitað skila Val titlinum.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gekk framhjá þegar viðtalið var í gangi og laumaði því að þetta hefði verið fyrsta mark Önnu Rakelar á tímablinu.

„Það er haugalýgi! Það er klárlega ánægjulegt að koma sér á blað í deildinni," segir Anna Rakel sem skoraði í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í þessum mánuði. „Kannski er ellin farin að segja til sín," sagði Anna Rakel á léttu nótunum.

Hún segir að það sé alltaf mjög gaman að spila á móti Þór/KA. „Það eru margar vinkonur og fyrrum liðsfélagar í liðinu og það er alltaf mjög gaman hitta þær og spila á móti þeim," sagði Anna Rakel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner