Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fös 13. september 2024 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gaman, smá blendnar tilfinningar að koma á gamla heimavöllinn, en þetta var bara mjög gaman. Ég hef skorað þau nokkuð hér," segir Anna Rakel Pétursdóttir sem skoraði sigurmark Vals gegn Þór/KA á Greifavellinum í dag.

Anna Rakel er uppalin í KA og þekkir því vel að spila á þessu svæði.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Þetta var hörku leikur frá upphafi til enda og ég er mjög ánægð að við náum þremur stigum og föru með þau heim."

„Það hefði verið fínt að nýta vítið í lokin eða eitthvað af þessum færum sem við fengum, en 1-0 er nóg."


Valur er í tveggja hesta kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en Anna Rakel segir að einbeitingin sé öll á að vinna þá leiki sem liðið á eftir. Það myndi líka auðvitað skila Val titlinum.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gekk framhjá þegar viðtalið var í gangi og laumaði því að þetta hefði verið fyrsta mark Önnu Rakelar á tímablinu.

„Það er haugalýgi! Það er klárlega ánægjulegt að koma sér á blað í deildinni," segir Anna Rakel sem skoraði í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í þessum mánuði. „Kannski er ellin farin að segja til sín," sagði Anna Rakel á léttu nótunum.

Hún segir að það sé alltaf mjög gaman að spila á móti Þór/KA. „Það eru margar vinkonur og fyrrum liðsfélagar í liðinu og það er alltaf mjög gaman hitta þær og spila á móti þeim," sagði Anna Rakel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner