Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 13. september 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
„Meiðist alltaf þegar hann fer í landsliðsverkefni“
Nathan Ake er á meiðslalistanum.
Nathan Ake er á meiðslalistanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haaland kallaði Eggja 'frænda sinn'.
Haaland kallaði Eggja 'frænda sinn'.
Mynd: Instagram
Hollenski varnarmaðurinn Nathan Ake var borinn af velli í 2-2 jafntefli Holland gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í vikunni.

Ake spilar með Manchester City og segir stjóri félagsins, Pep Guardiola, að leikmaðurinn verði frá fram í október, eða þar til í næsta landsleikjaglugga.

Hinn 29 ára gamli Ake meiddist aftan í læri. Hann er mikilvægur hlekkur í hollenska landsliðinu en hefur fengið lítinn spiltíma með Englandsmeisturum Manchester City á upphafi nýs tímabils. Hann á í heildina 127 leiki að baki fyrir félagið eftir fjögur ár í Manchester.

„Við erum óheppnir með Nathan, alltaf þegar hann fer og spilar fyrir Holland kemur hann til baka meiddur," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á fréttamannafundi í dag.

Haaland missti náinn vin
Manchester City mætir Brentford á morgun klukkan 14:00. Sóknarmaðurinn Erling Haland missti náinn fjölskylduvin í vikunni og segir Guardiola að það verði tekin ákvörðun í fyrramálið hvort hann sé andlega klár í að spila leikinn.

Phil Foden og Rodri hafa litið vel út á æfingum og verða að öllum líkindum klárir í slaginn. Foden var að glíma við veikindi og Rodri meiddist lítillega í landsliðsglugganum.

Guardiola var á fréttamannafundinum meðal annars spurður út í réttarhöldin framundan þar sem teknar verða fyrir ákærur um fjárhagsbrot City.

Guardiola sagðist ekki vera löglærður en hlakka til þegar niðurstaða kæmi í málið. Hann lagði áherslu á að félagið væri saklaust þar til sekt væri sönnuð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir