Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 12. september 2024 10:46
Elvar Geir Magnússon
Einn tryggasti vinur Haaland er látinn
Ivar Eggja og Erling Haaland.
Ivar Eggja og Erling Haaland.
Mynd: Instagram
Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City og Noregs, minnist fjölskylduvinarins Ivar Eggja sem er látinn aðeins 59 ára gamall.

Haaland kallaði Eggja 'frænda sinn' en hann og faðir hans voru bestu vinir. Eggja var sérstök hjálparhella fjölskyldunnar og í miklum metum.

„Þú ert goðsögn Ivar, orð geta ekki lýst því hversu miklu máli þú skiptir mig. Orð geta ekki lýst því hversu mikið þín verður saknað," segir Haaland.

Eftir að hafa leikið með norska landsliðinu í vikunni fór Haaland til Eggja sem hafði veikst og náði að kveðja hann á sjúkrahúsinu.

Eggja var svaramaður Alf-Inge Haaland, föður Erling, þegar hann giftist móður hans Gry Marita.

Eggja starfaði fyrir Haaland í hinum ýmsu málum og sá til dæmis um flutninga hans til Manchester þegar markahrókurinn samdi við City. Hann fann íbúð fyrir hann og sá til þess að öll húsgögn væru komin inn í hana. Það sama gerði Eggja þegar Haaland gekk í raðir Red Bull Salzburg og Borussia Dortmund.

Augljóst var að Eggja og Haaland voru mjög nánir en þeir fóru nokkrum sinnum saman í frí og voru saman í stúkunni þegar Haaland var óleikfær.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir